- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
168. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins í Pálsstofu að Austurvegi 8, Hvolsvelli, fimmtudaginn 25. janúar 2017 kl.8.10.
Mætt: Þórir Már Ólafsson, varamaður Lilju Einarsdóttur, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi,sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður byggðarráðs, leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram. Hann óskaði einnig eftir að fá að leggja fram 5. fundagerð Tónlistarskóla Rangæinga frá 23. janúar 2018. Það var samþykkt samhljóða.
Erindi til byggðarráðs:
1.1801033 Stefna: Formaður leggur fram tilboð í hönnun, efnisumsjón, forritun og uppsetningu á nýjum vef hvolsvollur.is. Áður hafði verið leitað tilboða hjá Advania en það tilboð var mun hærra en þetta tilboð. Tilboð Stefnu er að upphæð kr. 1.859.100.
Samþykkt samhljóða.
2.1801043 Uppgjör lífeyrissjóðsmála Brú: Í fyrsta dagskrárlið fundargerðar 5. fundar Tónlistarskóla Rangæinga bs. í kemur fram: Að í jafnvægissjóði A deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélag ( Brú ) að framlag í jöfnunarsjóð er kr. 430.112, lífeyrisauki er kr. 11.449.853, í Varúðarsjóð er kr. 1.231.809 framlagið er því í heildina kr. 13.111.774. Stjórn Tónlistarskólans leggur til að framlagið í heild sinni verði greitt í einu lagi. Óskað er eftir í viðauka 1, að skuldbindingar við BRÚ verði með því að ganga á eigið fé að upphæð kr. 8.000.000 og mismunur skiptist skv. gildandi skiptireglu aðildarsveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að gera upp lífeyrisskuldbindingar með þessum hætti og staðfestir fundargerðina.
Fundargerðir:
1.1801042 Fagráð Sögusetursins. Fundur 19.01.2018. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.
2.1801039 Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga 25.07.2017. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.
3.1801038 Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga 10.01.2018. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.
4.1801040 Fundur í stjórn Byggðasafnsins í Skógum. 16.01.2018. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.
5.1801034 51. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 9.1.2018. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.
6.1801035 Sorpstöð Rangárvallasýslu: Stjórnarfundargerð nr. 193. 10.01.2018. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.
7.1801043 5. fundur Tónlistarskóla Rangæinga bs.. 23.01.2018. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.
Mál til kynningar:
1.1707087 Stefnumótun Rangárþings eystra í vindorkumálum: Svarbréf Skipulagsstofnunnar.
2.1711126 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Leirur 1.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 8:34