Fundargerð 17. fundar fræðslunefndar Rangárþings eystra.
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014
klukkan 16:30 í Hvol Litla sal
Mættir voru Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður, Lárus Bragason Esther Sigurpálsdóttir, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Berglind Hákonardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna, Oddný Steina Valsdóttir, Unnur Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskólans, Heiða Björg Scheving leikskólastjóri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna skólans. Majken Egumfeldt-Jörgensen áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólanemenda.
Fundagerð ritaði Gyða Björgvinsdóttir
Dagskrá fundarins:
1. Birna Sigurðardóttir deildarstjóri yngsta stigs er gestur fundarins og kynnti niðurstöður samræmdu prófanna.
Birna Sigurðardóttir deildarstjóri yngsta stigs fór yfir niðurstöður samræmdra prófa, sem lögð voru fyrir haustið 2013. Í 4. bekk er Hvolsskóli yfir meðaltali bæði yfir landið allt og Suðurland.
7. bekkur var stutt frá bæði landsmeðaltali og meðaltali Suðurlands.
Í 10. Bekk var Hvolsskóli yfir Suðurlandsmeðaltali í bæði íslensku og ensku.
Í stærðfræðinni var í fyrsta sinn gefið með bókstöfum, þ.e. A, B, C & D
Skólinn er með lestrarstefnu og hefur hún nýst mjög vel því þar eru allir meðvitaðir að hverju er stefnt.
Núna eru í vinnslu viðmið í ritun, málfræði og stærðfræði og þar með ættu foreldrar, nemendur og starfsmenn að vera meðvitaðri um markmiðin.
Í framhaldi af umræðum um samræmd próf var rætt var um niðurstöður PISA könnunar.
2. Gerð skólastefnu
Guðlaug sagði frá því að í stýrihópi skólastefnunnar eru ásamt Guðlaugu, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri og Heiða Björg Scheving leikskólastjóri, með þeim hefur Ísólfur Gylfi sveitarstjóri starfað. Þau hafa fundað í nokkur skipti. Það er Arnar Jónsson ráðgjafi hjá Capacent sem vinnur að stefnunni fyrir sveitarfélagið. Guðlaug fór yfir stöðuna við vinnuna á skólastefnunni og sagði frá því að fyrir um viku síðan þá kom stýrihópurinn saman til að fara yfir fyrstu niðurstöður frá skólaþingi sveitarfélagsins. Ákveðið var að Arnar ynni áfram að verkinu og næstu skref eru að kynna það fljótlega í skólunum báðum.
3. Starfið í Leikskólanum Örk
Starfið gengur ágætlega þrátt fyrir mikil veikinda bæði starfsmanna og barna.
Heiða sagði frá því að hún er búin að segja upp starfi sínu sem leikskólastjóri og hættir um miðjan apríl.
Dagur leikskólans er á morgun 6. febrúar. Búið er að útbúa listaverk sem leikskólinn ætlar að gefa sveitarfélaginu.
Haraldur Grétarsson sem unnið hefur í tölvumálum skólans er líka farinn að vinna í tölvumálum leikskólans.
Hingað til hefur verið gerð könnun á meðal foreldra hvenær loka eigi leikskólanum yfir sumartímann, en núna leggur Heiða til að sumarfríi leikskólans verði skipt í þrjú tímabil. Eitt árið yrði lokað snemma sumars, annað árið um mitt sumarið og þriðja sumarið myndi leikskólinn vera lokaður seinna. Fræðslunefnd styður þessa tillögu Heiðu að sumarfríslokun leikskólans verði skipt í þrjú tímabil.
4. Greinargerð Heiðu
Guðlaug lagði fram undir þessum lið og las upp umsögn foreldraráðs leikskólans Arkar um starfsáætlun og skóladagatal 2013- 2014. Þar hvetur foreldraráðið til þess að skólastjórnendur samræmi enn betur starfsdaga starfsfólks. Ráðið mun gera umsögn við nýja aðalnámskrá leikskólans þegar hún verður tilbúin.
Einnig kynnti Guðlaug bréf frá foreldri barns í leikskólanum varðandi skipulagsdaga í leikskólanum þar sem hvatt er til þess að skipulagsdögum verði fækkað.
Heiða Björg Scheving leikskólastjóri fór yfir samantekt sem hún hefur gert er varða skipulagsdaga í leikskólanum.
Nefndin vill hvetja skólastjórnendur að samræma sem mest af starfs- og skipulagsdögum svo að foreldrar verði fyrir sem minnst af óþægindum vegna þessara daga sem skólarnir eru lokaðir.
Einnig er leikskólastjóri leikskóla hvött til að kanna hvort að aðra leiðir séu færar en að loka leikskólanum þegar skipuleggja þarf starf leikskólans, m.a. meðal starfsmanna sinna.
Umræður um náðarkorter og er nefndin sammála því að greitt sé fyrir nýtta þjónustu.
5. Starfið í Hvolsskóla
Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri fór yfir starf skólans. En það gengur hefðbundið, heimasíða skólans er markvissari og upplýsingastreymið hefur verið bætt, m.a. við facebook síðum skólans.
Sigurlín er í starfsmannaviðtölum þessa dagana og virðist ætla að vera mikill stöðugleiki meðal starfsmanna skólans fyrir næsta vetur.
Í dag var glímumót og fór 30 manna hópur á það.
Á morgun verður listasmiðja fyrir elstu nemendur Hvolsskóla, Grunnskólans á Hellu og skólans á Laugalandi og hefst dagskráin kl. 13:30, þar sem hægt verður að velja smiðjur sem leggja áherslu á tónlist, alþjóðlega matargerð, skartgripagerð, grímugerð, þæfingu, myndlist og fleira. Skólinn verður opinn og eru foreldrar velkomnir að kíkja við í skólanum á morgun. Dagskránni lýkur kl. 19:30.
Sjálfsmatshópur skólans hefur verið í mikilli vinnu, Svava Björk Helgadóttir er formaður nefndarinnar. Spurningarnar hafa verið dýpkaðar frá því í fyrra. Búið að er leggja fyrir könnun meðal starfsmanna, foreldra oddatölubekkja og nemendur í 6., 8. og 10. bekk. Eftir á að leggja fyrir könnun meðal nemenda í 2. og 4. bekk.
Það þarf að taka ákvörðun um það hvort næsta skólaár eigi að vera 170 eða 180 dagar.
Sigurlín leggur til að haldinn verði fundur með stjórnendum skólans, leikskólans og tónlistarskólans til þess m.a. að skipuleggja skóladagatöl næsta árs.
Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 18:10
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Unnur Óskarsdóttir
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Björg Scheving
Pálína Björk Jónsdóttir
Esther Sigurpálsdóttir
Berglind Hákonardóttir
Majken Egumfeldt-Jörgensen
Lárus Bragason
Oddný Steina Valsdóttir
Gyða Björgvinsdóttir