- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það má með sanni segja að skipst hafi á með skini og skúrum í dag þegar íbúar Rangárþings eystra héldu 17. júní hátíðlegan.
Fastir liðir eins og morgunmatur, opin hús hjá viðbragðsaðilum og hátíðardagskrá á miðbæjartúninu voru vel sótt og gátu flestir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Oddur Helgi Ólafsson og Sóldís Magnúsdóttir voru kynnar á hátíðardagskránni. Oddný Lilja Birgisdóttir var fjallkonan og flutti hún ljóðið Til fánans eftir Einar Benediktsson en hún er nýstúdent eins og reyndar þau Oddur Helgi og Sóldís og óskum við þeim til hamingju með þann áfanga.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur á Breiðabólstað, flutti hátíðarræðuna að þessu sinni og víðavangshlaupið var á sínum stað. Skemmtiatriðin slógu svo einnig heldur betur í gegn.
Venju samkvæmt var tilkynnt um val á íþróttamanni ársins en það er Elvar Þormarsson, hestaíþróttamaður, að þessu sinni. Elvar gat ekki verið viðstaddur að þessu sinni en Elimar Elvarsson tók við bikarnum fyrir hönd pabba síns.
Nú stendur yfir bíósýning í Hvolnum og léttir tónleikar í Sveitabúðinni Unu. Gleðilega hátíð.
Fleiri myndir má finna hér