- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í ár sem og fyrri ár er dagskráin þann 17. júní fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, enda verða hátíðarhöld á fjórum stöðum í sveitarfélaginu.
Á Heimalandi verður skemmtileg dagskrá með hefðbundnu sniði og hefst hún kl. 14:00. Kaffi á vegum kvenfélagsins Eygló og leikir og sprell á vegum UMF Trausta (enginn posi á staðnum)
Í Njálsbúð hefst dagskrá á víðavangshlaupi kl. 13:30. Í framhaldi af því heldur skemmtidagskráin áfram og Kvenfélagið Bergþóra sér svo um kaffihlaðborð (enginn posi á staðnum)
Á Goðalandi hefst dagskráin kl. 15:00 og verður dagskráin með hefðbundunum hætti líkt og síðari ár. Kvenfélagið Hallgerður verður með kaffihlaðborð, það verða tónlistaratriði, hátíðarræða, ávarp fjallkonu og afhending afreksbikars. (enginn posi á staðnum)
Á Hvolsvelli verður dagskráin fjölbreytt og hefst dagurinn með morgunverði í Hvolnum kl 08:00. Skemmtidagskrá við Björgunarsveitarhúsið verður milli 10:00-12:00 þar sem verður meðal annars tækjasýning og klifurveggur. Skrúðganga hefst svo frá Kirkjuhvoli kl. 13:00 sem endar með hátíðardagskrá á túninu við Hvolinn. Dagurinn endar á bíó í Hvolnum og brekkusöng við Gíslahól.
Hæ Hó, Jibbí Jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní