- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á morgun er þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní. Hátíðarhöld eru á ýmsum stöðum í sveitarfélaginu og mikið um að vera.
Á Hvolsvelli er dagskráin fjölbreytt frá morgni til kvölds.
09:00 Morgunmatur í Hvolnum
10:00 - 12:00 Opið hús og hestar
- Opin hús hjá lögreglunni, slökkviliðinu og Dagrenningu
- Hestamannafélagið Geysir teymir undir börnum á túninu við hliðina á Björgunarsveitarhúsinu
12:30 Skrúðganga frá Kirkjuhvol
- Gengið frá Kirkjuhvol og niður á Miðbæjartúnið þar sem dagskráin hefst
13:00 Hátíðardagskrá á Miðbæjartúninu
14:00 Kaffi í Björkinni í umsjón kvenfélagsins Einingar
17:00 Bíósýning í Hvolnum
17:00 Tónleikar í Sveitabúðinni Unu
Njálsbúð, Vestur Landeyjar
Hefðbundin dagskrá sem hefst kl. 13:30. Víðavangshlaup og sprell. Kaffiveitingar seldar.
Heimaland, Vestur Eyjafjöll
Hefðbundin dagskrá sem hefst kl. 14:00. Ávarp fjallkonu og útileikir ef veður leyfir. Bikaraafhending á vegum Búnaðarfélagsins. Kaffiveitingar seldar.
Goðaland í Fljótshlíð
Hefðbundin dagskrá sem hefst kl. 15:00. Kaffiveitingar seldar. Sleikjóar og fleira fyrir börnin á vægu verði.