177. fundur Byggðarráðs
haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 31. janúar 2019 og hófst hann kl. 08:15.


Fundinn sátu:
Elín Fríða Sigurðardóttir, Christiane L. Bahner, Benedikt Benediktsson, Árný Lára Karvelsdóttir og Anton Kári Halldórsson.

Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir, Markaðs- og kynningarfulltrúi.



Dagskrá:
1. Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa - 1901068
Byggðarráð vísar málinu til Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

2. Þing um málefni barna 21.-22. nóvember 2019 - 1901061
Byggðarráð Rangárþings eystra tekur vel í erindið og tilnefnir Birnu Sigurðardóttur, skólastjóra Hvolsskóla, sem tengilið sveitarfélagsins við embætti Umboðsmanns barna vegna þings um málefni barna 21.-22. nóvember. Byggðarráð mun styðja við þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.

3. Ráðstefna Ungmennaráða á Suðurlandi 2019; Boðsbréf til sveitarstjórna - 1901050
Byggðarráð Rangárþings eystra þakkar fyrir boð á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, verður fulltrúi Rangárþings eystra á ráðstefnunni.

4. Umsögn; Hótel Drangshlíð gistileyfi - 1901062
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sinni umsögn.

Elín Fríða Sigurðardóttir víkur af fundi
5. Umsókn um tækifærisleyfi; Þorrablót í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli - 1901069
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sinni umsögn.
Elín Fríða Sigurðardóttir kemur aftur inn á fund

6. Samgöngu- og umferðarnefnd 2018-2022 - 1901014
Sveitarstjóra falið að vinna að tillögum nefndarinnar. Fundargerðin staðfest.

7. Menningarnefnd - 25 - 1901004F
1. liður: Byggðarráð samþykkir að Jazz undir fjöllum fái styrk upp á 300.000.
7.1 1901018 - Styrkbeiðni; Jazz undir fjöllum 2019
Menningarnefnd leggur til að veittur verður styrkur upp á kr. 300.000 fyrir verkefnið Jazz undir fjöllum 2019.

7.2 1901046 - Þorrablót í Rangárþingi eystra
Umræður um þorrablót í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að þeim tillögum sem fram komu.

7.3 1901059 - Kjötsúpuhátíð 2019
Menningarnefnd ræðir um Kjötsúpuhátíðina og framtíð hennar. Samþykkt að leggja fyrir erindi á næsta fund sveitarstjórnar varðandi hugmyndir nefndarinnar.


8. 7. fundur fagráðs Sögusetursins - 1901013
1. liður
Byggðarráð samþykkir að gerð verði úttekt á húsnæði Sögusetursins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.

Fundargerðin staðfest í heild sinni.

9. 193. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands - 1901073

10. Bergrisinn; Aðalfundur 18. janúar 2019 - 1901058
Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á VISS vinnustað. Byggðarráð leggur til við skipulagsnefnd að hugað verði að búsetuúrræðum fyrir fatlaða í vinnu við skipulagsgerð í Rangárþingi eystra.

11. 542. fundur stjórnar SASS; 11.01.2019 - 1901066

12. 63. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; 17.01.19 - 1901067

13. Stefnumörkun í ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra - 1711104

14. Íslandsmót verk- og iðngreina og framhaldsskólakynning - Mín framtíð 2019 - 1901048
Byggðarráð vísar málinu til kynningar í Fræðslunefnd sveitarfélagsins.

15. Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088-2018 - 1901051

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

Elín Fríða Sigurðardóttir
Christiane L. Bahner
Benedikt Benediktsson