- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
179. fundur Byggðarráðs haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 28. mars 2019 og hófst hann kl. 08:15.
Fundinn sátu:
Elín Fríða Sigurðardóttir, Christiane L. Bahner, Benedikt Benediktsson, Anton Kári Halldórsson og Margrét Jóna Ísólfsdóttir.
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir, Fjármála- og skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. SASS; Svæðisskipulag Suðurhálendið; tilnefning fulltrúa - 1903249
SASS kallar eftir tilnefningu tveggja kjörinna fulltrúa og eins kjörins til vara frá hverju bæjar- og sveitarfélagi á Suðurlandi sem á land að Suðurhálendinu.
Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Lilju Einarsdóttur sem aðalfulltrúa og Guðmund Viðarsson til vara.
Samþykkt samhljóða
2. Fagráð Sögusetursins - 8 - 1903003F
Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
2.1 1903145 - Sögusetrið; úttekt á húsnæði
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir niðurstöður úttektar á núverandi húsnæði Sögusetursins og niðurstöður kostnaðargreiningar við endurbætur á því húsnæði. Ljóst er að kostnaðurinn við endurbæturnar er á þriðja hundrað milljónir króna.
Fagráð Sögusetursins leggur til við Sveitarstjórn Rangárþings eystra að byggt verði nýtt hús sem hýsir Njálurefilinn og starfsemi tengda honum á lóð við Austurveg. Jafnframt leggur fagráðið til að núverandi húsnæði Sögusetursins verði selt og fjármagnið sett í nýja byggingu. Einnig skal leita eftir tillögum um hönnun á nýju húsnæði.
Fagráðið bendir á að hægt er að leita eftir styrkjum til fjármögnunar á verkefninu.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
2.2 1811016 - Fyrirspurn varðandi rekstrarfyrirkomulag Sögusetursins
Fagráð Sögusetursins harmar að ekki hafi borist svar við formlegu bréfi Bjargar Árnadóttur.
Formanni falið í samvinnu við sveitarstjóra að skoða rekstrarsamning Sögusetursins og svara bréfinu hið fyrsta.
2.3 1903200 - Fagráð Sögusetursins; 8. fundur; önnur mál
Ferð til Bayeux í Frakklandi
Gunnhildur fór yfir ferðina sem farin verður í lok apríl til að skoða Bayeux refilinn í Frakklandi. Um er að ræða 22 manna hóp fólks sem að hefur verið að sauma reglulega í Njálurefilinn ásamt tveimur fulltrúum frá sveitarfélaginu, sveitarstjóra og formanni Fagráðs Sögusetursins.
3. 12. fundur jafnréttisnefndar; 6. 3. 2019 - 1903211
Fundargerð staðfest.
4. 13. fundur jafnréttisnefndar; 13.3.2019 - 1903212
Fundargerð staðfest.
5. 35. fundur; Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar; 6.3.2019 - 1903207
Fundargerð staðfest.
6. Samgöngu- og umferðarnefnd; 11. fundur; 20.3 2019 - 1903280
Sveitarstjóra falið að sækja um styrki í styrkvegasjóð.
Lið 3. önnur mál, vísað til sveitarstjórnar.
Fundargerð staðfest að öðru leiti.
7. 65. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 14.3.2019 - 1903214
Fundargerð staðfest
8. 37. fundur stjórnar félags- og skjólaþjónustu; 12.3.2019 - 1903209
Fundargerð staðfest.
9. Tónlistarskóli Rangæinga; 11. stjórnarfundur - 1903154
Fundargerð staðfest.
10. 544. fundur stjórnar SASS; 1.3.2019 - 1903213
Fundargerð staðfest.
11. 278. fundur stjórnar Sorpstöðvar suðurlands; 11.3.2019 - 1903208
Fundargerð staðfest.
12. Héraðsráðsfundur; 14.03.2019 - 1903283
Fundargerð staðfest.
13. Samband íslenskra sveitarfélaga; 869. fundur; 15.3.2019 - 1903242
Fundargerð lögð fram.
14. Umboðsmaður alþingis; álit; heimildir sveitarstjórna til valdframsals vegna ráðninga - 1903244
15. Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019 - 1902326
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15