- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það verða 17. júní hátíðarhöld á fjórum stöðum í sveitarfélaginu í ár.
Við hvetjum þá íbúa sem eiga þjóðbúninga að mæta í þeim ef veður leyfir en það setur skemmtilegan svip á hátíðarhöldin.
Þar að auki er lýðveldið 80 ára í ár og þeim mun meiri ástæða til að viðra þjóðbúninga.
Á Hvolsvelli
Morgunmatur verður í boði í Hvolnum kl 09:00
Kl 10:00 er opið hús hjá lögreglunni og björgunarsveitinni Dagrenningu.
Teymt verður undir börnum á túninu hjá björgunarsveitinni.
KL 12:10 verður komið saman við Kirkjuhvol og leggur skrúðgangan af stað kl 12:30
Kl 13:00 verður hátíðardagskrá á miðbæjartúninu.
14:30 verða lifandi tónar í Sveitabúðinni Unu
16:00 verður bíósýning að vanda í Hvolnum.
Heimaland
17.júní hátíðarhöldin verða að venju haldin að Heimalandi dagskráin hefst kl. 14.00 með hefðbundnu sniði. Kvenfélagið Eygló er 80 ára og Heimaland á 40 ára vígslu afmæli árið 2024, fögnum því á þessum degi:
Goðaland
Í Fljótshlíðinni verða hátíðarhöld í Goðalandi með sama móti og sl. ár. Þar hefst dagskráin kl. 15:00 og verða kaffiveitingar seldar á
2.000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir grunnskólabörn. Tekið er fram að enginn posi er á staðnum.
Njálsbúð
Skráning í víðavangshlaup kl 13:30 og í kjölfarið verður hlaupið og farið í leiki.
Kaffisala verður eftir hlaup og leiki.