- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
FundargerðSveitarstjórn Rangárþings eystra
199. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 30. apríl 2015 kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1. Kynning á Markaðsstofu Suðurlands. Dagný Huld Jóhannsdóttir mætti á fundinn og kynnti Markaðsstofuna.
2. Ársreikningur 2014, síðari umræða
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
3. Leikskólinn Örk – starfsemin.
Árný Jóna Sigurðardóttir mætti á fundinn og ræddi starfsemina.
4. Skeiðvangur ehf., umsókn um styrk til starfseminnar, ásamt ársskýrslu.
Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við stjórn Skeiðvangs.
5. Tövlubréf frá SASS- ósk um ábendingar um fólk í samráðshóp vegna Sóknaráætlunar Suðurlands 2015-2019.
Eftirtaldir tilnefndir í samráðshóp:
Arndís Soffía Sigurðardóttir, Ingibjörg Erlingsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Birkir Arnar Tómasson.
6. Ársreikningur Kirkjuhvols 2014 lagður fram.
Ársreikningurinn borinn upp til samþykktar og samþykktur samhljóða.
7. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, bréf dags. 14.04.15, endurnýjað rekstrarleyfi í Garðsauka.
Christiane L. Bahner vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.
8. Trúnaðarmál.
9. Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu, kynning á samþykkt um matarsendingar til eldri borgara.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
1. 13. fundur Menningarnefndar Rangárþings eystra 23.03.15
Fundargerðin staðfest, en ákveðið að vísa liðum 4 og 6 til frekari athugunar hjá æskulýðs- og íþróttafulltrúa.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:
1. 142. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga 20.04.15 Staðfest.
2. 25. fundur féalgsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 20.04.15 Staðfest.
3. Gjaldskrá Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu vegna heimaþjónustu, ásamt reglum um félagslega heimaþjónustu. Samþykkt.
4. 240. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands 20.04.15 Staðfest.
5. 15. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 22.04.15 Staðfest.
6. Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 22.04.15, ásamt ársreikningi 2014. Staðfest.
Mál til kynningar:
1. Minjastofnun Íslands, samningur um styrk úr húsfriðunarsjóði.
2. Forsætisráðuneytið, bréf dags. 15.04.15, vegna deiliskipulagstillagna í Þórsmörk.
3. Ráðrík, bréf dags. 24.03.15, kynning á ráðgjafafyrirtækinu.
4. Ársreikningur Skeiðvangs ehf. 2014.
5. Ríkisskattstjóri, bréf dags. 13.04.15, staðfesting á útsvarsprósentu við álagningu 2015 á tekjur ársins 2014.
6. Héraðsdómur Suðurlands, dómur 20.03.15 vegna varnargarðs við Markarfljót.
7. Stefna frá Jaroslaw Stanislaw Dudziak, lögð fram í Héraðsdómi Suðurlands 01.04.15, ásamt fylgigögnum.
8. Tölvubréf frá Jóni Ísakssyni, Gámaþjónustunni, áætlun um kostnað við 70m2 hús fyrir Leikskólann Örk.
9. Minnisblað, Byggðarsamlag um skipulags- og byggingarmál/eldvarnaeftirlit dags.12.12.12
10. Ítala í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra.
11. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 21.04.15 Hellulína 2, 66 kv jarðstrengur milli Hvolsvallar og Hellu.
12. Vegagerð ríkisins, bréf dags. 22.04.15, tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hlíðarbakkavegar (nr. 2575) af vegaskrá. Samþykkt að senda samgöngu- og umferðarnefnd bréfið til upplýsinga.
13. Kynning á útleigu á bröggum við Austurveg. Samþykkt að senda atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd kynninguna til upplýsinga.
14. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:05
____________________ _______________________
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
______________________ ______________________
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir Benedikt Benediktsson
_______________________ _______________________
Birkir A. Tómasson Kristín Þórðardóttir
_______________________
Christiane L. Bahner