- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það verður mikil blakhátíð í Íþróttahúsunum á Hvolsvelli og Hellu helgina 26.-27. febrúar nk. en þá verður spiluð 2. umferð á Íslandsmóti kvenna í blaki, bæði í 3. og 4. deild. Þessi umferð er haldin í samvinnu við Blaksamband Íslands.
Dímon/Hekla er með lið í báðum deildum og gekk þeim vel í fyrstu umferðinni. Í hvorri deild eru 12 lið og má því leiða líkur að því að yfir 200 manns verði á svæðinu þessa helgi í tengslum við mótið.
Við hvetjum alla til að mæta í Íþróttahúsið og hvetja liðin til dáða á heimavelli.