- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
Fundargerð
201. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli fimmtudaginn 11. júní 2015 kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Guðlaug Ósk Svansdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Fundargerð ritaði Guðlaug Ósk Svansdóttir.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við fundaboðið.
Hún leitaði einnig afbrigða þar sem bréf hefur borist frá Aðalbjörgu Rún Ásgeirsdóttur, og erindi um landskipti fyrir Teig 2.
Samþykkt samhljóða að taka ofangreind mál á dagskrá fundarins.
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.Erindi frá Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur þar sem hún óskar eftir að vera leyst frá öllum starfsskyldum sveitarstjórnar skv. 3. mgr. 11. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Nánar tiltekið óskar hún eftir ótímabundinni lausn undan eftirfarandi starfsskyldum: A. Fulltrúi í sveitarstjórn, B. Aðalmaður í byggðaráði og C. Aðalmaður í samgöngu- og umferðarnefnd. Einnig óskar hún eftir að skipaðir verði nýir varamenn í hennar staði í nefndum og starfshópum.
Samþykkt samhljóða.
Bókun D- og L- lista:
Við þökkum uppbyggilegt og gott samstarf um leið og við hörmum það að Aðalbjörg hafi fundið sig knúna til að víkja úr sveitarstjórn. Um leið bjóðum við Þóri Má Ólafsson velkominn í sveitarstjórn og væntum góðs samstarfs við hann.
Í framhaldi af bréfinu lagði oddviti fram tillögu um nýja fulltrúa í eftirfarandi nefndum.
Þórir Már Ólafsson var varamaður í sveitarstjórn og verður aðalmaður eftir þessa breytingu. Arnheiður Dögg Einarsdóttir verði aðalmaður í landbúnaðarnefnd, varamaður í þeirri nefnd verði Sigrún Þórarinsdóttir.
Benedikt Benediktsson verði varamaður í markaðs- og atvinnumálanefnd.
Jón Valur Baldursson verði aðalmaður í samgöngu og umferðarnefnd, varamaður í þeirri nefnd verði Bjarki Oddsson.
Varamaður í Almannavarnarnefnd verði Þórir Már Ólafsson.
Tillaga þessi borin upp og samþykkt með 4 atkv. Þrír sátu hjá BAT, KÞ og CLB.
Við bjóðum Þóri Má Ólafsson velkominn til starfa í sveitarstjórn svo og nýja nefndarmenn og þökkum Aðalbjörgu Rún Ásgeirsdóttur fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar.
2.Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs. Tillaga um að Lilja Einarsdóttir verði oddviti sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum LE, ÍGP, ÞMÓ, BB og þrír á móti BAT, CLB, KÞ.
Bókun D og L lista
Við getum ekki stutt endurkjör núverandi oddvita.
Ástæður þess eru eftirfarandi:
Oddviti stóð að því að fá laun sín tvöfölduð skömmu eftir að hún var kjörin. Var því, meðal annars, borið við, að oddviti hefðu sökum annríkis í oddvitaembætti orðið að gefa eftir hluta af öðru starfi sínu.
Þessi framganga mæltist illa fyrir á meðal íbúa sveitarfélagsins og sveitarstjórnarmanna, einnig fulltrúa B-listans. Oddvitinn hafði ekki traust til að gegna embættinu. Tillaga D-lista um að launin yrðu aftur færð til sama horfs var því samþykkt.
Oddviti gefur nú kost á sér á ný þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Ekki var meirihluti fyrir endurkjöri oddvitans í sveitarstjórn eins og hún var skipuð þegar oddviti kynnti áform sín um endurkjör. Var gripið til þess ráðs að knýja einn sveitarstjórnarmann til afsagnar svo núverandi oddviti gæti náð endurkjöri.
Hér hafa persónulegir og ómálefnalegir hagsmunir verið hafðir í fyrirrúmi í stað þess að lúta leikreglum lýðræðisins. Fulltrúar D- og L-lista fordæma öll vinnubrögð í þessu oddvitamáli, nú og frá upphafi. Endurkjör nú bendir til þess að B-listinn hafi ekkert lært.
Birkir Arnar Tómasson
Christiane L. Bahner
Kristín Þórðardóttir
Bókun frá fulltrúum B-lista.
Sveitarstjórn er kosin til að vinna fyrir alla íbúa Rangárþings eystra og gæta hagsmuna þeirra og sveitarfélagsins í hvívetna. Til þess að svo megi vera þarf vinnan að vera markviss, málefnaleg og án persónulegra aðdróttana. Við viljum því biðla til ykkar um að slíðra sverðin og taka höndum saman um að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar í náinni framtíð.
Í bókun L og D-listans felast rangfærslur, enda var ekki um tvöföldun launa að ræða eins og minnihluti hefur ítrekað tekið fram. í þeim staðhæfingum kemur aldrei fram að greiðsla fyrir fundarsetu hafi fallið út á móti, en það fyrirkomulag var verulega gagnrýnt af minnihlutanum á síðasta kjörtímabili. Rétt er að benda á að við breytingatillögu á launakjörum oddvita, sátu fulltrúar minnihlutans hjá.
Framboðslisti framsóknarmanna – og annarra framfarasinna hefur lýst fyllsta trausti til oddvita til endurkjörs til áframhaldandi setu.
Ísólfur Gylfi Pálmason,
Benedikt Benediktsson,
Þórir Már Ólafsson.
Bókun Lilju Einarsdóttur oddvita
Ég vil þakka það traust sem fulltrúar framboðslista framsóknarmanna – og annarra framfarasinna hafa sýnt mér sem og stuðning og hvatningu íbúa sveitarfélasins þegar ráðist hefur verið að persónu minni ítrekað sl. ár.
Ég mun leggja mig fram um að starfa áfram af heiðarleika og krafti fyrir sveitarfélagið okkar svo það megi áfram vaxa og blómstra, sem og íbúar þess ungir sem aldnir.
Lilja Einarsdóttir.
Tillaga um að Benedikt Benediktsson verði varaoddviti.
Samþykkt með 5 atkvæðum LE, ÍGP, ÞMÓ, BB, CLB og tveir sátu hjá BAT, KÞ.
3.Kosning fulltrúa í byggðarráð til eins árs. Tillaga frá B lista um Ísólf Gylfa Pálmason, sem verði jafnframt formaður og Lilju Einarsdóttur sem verði jafnframt varaformaður, tillaga frá D lista um Kristínu Þórðardóttur, tillaga L lista að Christiane L. Bahner verði áheyrnarfulltrúi í byggðarráði.
Tillaga að varamönnum í byggðaráð, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson og Birkir Arnar Tómasson.
Samþykkt samhljóða
4.Fundargerð 140. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra 28.05.15. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5.Haukur Guðni Kristjánsson, bréf dags. 26.05.15, ósk um breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Eftir umræður um erindið var samþykkt að vísa því til skipulagsnefndar til frekari umræðu.
Erindinu vísað til skipulagsnefndar
6.Rangárþing ytra, bréf dags. 20.05.15, mögulegt samstarf í skipulags- og byggingarmálum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi aðila um mögulegt samstarf.
7.Tölvubréf SASS varðandi skipun 2ja fulltrúa í vinnuhóp vegna Sóknaráætlunar 2015-2019. Samþykkt að Lilja Einarsdóttir og Kristín Þórðardóttir verði aðalmenn og Ísólfur Gylfi Pálmason og Christiane Bahner verði varamenn í vinnuhópnum.
8.Jóhanna Lovísa Gísladóttir, umsókn um rekstrarleyfi dags. 28.05.15. Um er að ræða gististað í flokki II að Kotvelli, Rangárþingi eystra. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna en felur jafnframt skipulagsnefnd að kanna hvað önnur sveitarfélög hafa gert varðandi málaflokkinn. Niðurstöður verða í framhaldi kynntar sveitarstjórn.
9.Valborg Jónsdóttir, umsókn um nýtt rekstrarleyfi frá TG-Tvarvel kt. 561280-0500. Um er að ræða veitingastað í flokki II að Austurvegi 4, Hvolsvelli. Sveitarstjórn gefur jákvæða umsögn um rekstrarleyfið.
10.Drög að samningi milli Rögnvalds Ólafssonar og Rangárþings eystra um kostnað við kvörðun og rekstur umferðarteljara á vegum F249 og F261 fram til loka árs 2015. Sveitarstjórn frestar erindinu en felur sveitarstjóra að kanna með aðkomu Vegagerðarinnar að slíkri talningu. Samþykkt samhljóða.
11.Tilnefning tveggja fulltrúa til skipulagningar menntaþings. Samþykkt að skipa Birnu Sigurðardóttur, skólastjóra Hvolsskóla og Eddu Antonsdóttir forstöðumann skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu, enda leggur sveitarstjórn áherslu á að kraftar Skólaþjónustunnar verði nýttir sem leiðandi afl í undirbúningi menntaþings hér á okkar svæði. Jafnframt vill sveitarstjórn undirstrika mikilvægi þess að gera iðnnámi hátt undir höfði í tengslum við slíkt þing. Einnig leggur sveitarstjórn til að formaður fræðslunefndar, Arnheiður Dögg Einarsdóttir vinni í nánu samstarfi við fulltrúa okkar í nefndinni.
Samþykkt samhljóð
12.Tillaga frá fulltrúa L-lista um innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Christane L Bahner fylgdi erindinu úr hlaði. Erindinu frestað þar sem fylgigögn vantar með erindinu.
13.Endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Rangárþingi eystra – drög. Starfshópur skipaður fulltrúum allra framboða skipuð Lilju Einarsdóttur, Kristínar Þórðardóttur og Christíane L. Bahner lögðu fram drögin. Eftir umræður samþykkti sveitarstjórn drög að siðareglum samhljóða.
14.Endurnýjun samnings við Íþróttafélagið Dímon – drög. Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Íþróttafélagið Dímon.
Sveitarstjórn samþykkir síðari drög að samningnum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
15.Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar. Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar verðir frá 15. júní – 9. september 2015. Byggðarráði falin fullnaðarafgreiðsla á tímabilinu.
16.Tillögur að reglum um námsstyrk leikskólastarfsmanna.
Afgreiðsla á reglunum frestað. Jafnframt skal tekið fram að breytingartillögur minnihlutans verði tilbúnar fyrir næsta fund byggðarráðs.
17.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, bréf dags. 03.06.15, skipun starfshóps um málefni friðlýsta svæðisins Friðlands að fjallabaki. Rangárþing eystra tilnefni einn fulltrúa. Gerð tillaga um að Ísólfur Gylfi Pálmason veði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópnum og til vara er Kristín Þórðardóttir. Tillagan samþykkt samhljóða.
18.Teigur 2 – Landskipti
Hrafnhildur Árnadóttir kt. 300958-6649 og Guðbjörn Árnason kt. 010360-2509, óska eftir því að skipta úr jörðinni Teigur 2 In. 164066, landinu Teigur 3 samtals 463 ha. skv. uppdrætti og landskiptagerð unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 7. maí 2015. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Teigi 2 In. 164066.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
1.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga 28.05.15, ásamt ársskýrslu 2014. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
2.Fundargerð 14. fundar Menningarnefndar Rangárþings eystra. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina. Fyrsta lið fundagerðarinnar vísað til endurskoðunar á miðbæjarskipulaginu. Sveitarstjóra falið að ræða við formann nefndarinnar um Kjötsúpuhátíðina 2015. Sveitarstjóra er einnig falið að kanna kostnað við afsteypu af verki Nínu Sæmundsson.
3.26. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 01.06.15 Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina. Fundagerð samþykkt samhljóða.
4.Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu , reglur um félagslega liðveislu. Sveitarstjórn staðfestir reglurnar. Samþykkt samhljóða.
5.Reglur varðandi vinnu starfsmanna Félagsþjónustunnar í umboði Félagsmálanefndar. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.
6.Fundargerð 16. fundar Félags- og skólaþjónustunnar 04.06.15 Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
7.Fundargerð 2. fundar starfshóps um móttöku nýrra íbúa í Rangárþingi eystra 03.06.15 Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
8.Fundargerð Héraðsráðs 01.06.15 Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
9.18. fundur Heilsu-íþrótta- og æskulýðsnefndar 27.05.15 Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
Mál til kynningar:
1.7. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 20.05.15
2.Tilboð í eldhús í Njálsbúð. Sveitarstjóra falið að ganga að tilboði Fastus.
3.Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf dags. 03.06.15, Skóræktarfélag Íslands, gróðursetning. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu.
4.Umhverfisstofnun, bréf dags. 20.05.15, endurkoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016, ásamt viðauka.
5.Varasjóður húsnæðismála, bréf dags. 21.05.15, lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.
6.Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 27.05.15, staðfesting á byggðasamlaginu Bergrisanum bs., ásamt auglýsingu og samþykktum fyrir byggðasamlagið.
7.Gunnhildur E. Kristjánsdóttir, tölvubréf dags. 29.05.15, uppsögn á starfi forstöðumanns Héraðsbókasafns Rangæinga. Sveitarstjóra falið að auglýsa stöðuna lausa í samráði við stjórn Héraðsbókasafns Rangæinga. Sveitarstjórn þakkar Gunnhildi E. Kristjánsdóttir góð störf.
8.Vegagerðin, bréf dags. 31.05.15, svar við úthlutun úr styrkvegasjóði árið 2015.
9.Fundargerð 828. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29.05.15
10.ALTA, auðlindir, skipulag og atvinna. Skilaboð úr hópaumræðum á ráðstefnu SASS á Hellu 25. mars 2015.
11.Brunabót, bréf dags. 04.06.15, úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2015
12.Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Eystri-Rangár 15.06.15. Sveitarstjórn samþykkir að Ísólfur Gylfi Pálmason verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
13.Velferðarráðuneytið, bréf dags. 02.06.15, úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2015 vegna hjúkrunarrýma.
14.Velferðarráðuneytið, bréf dags. 02.06.15, úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2015 vegna þjónusturýma. Sveitarstjórn fagnar úthlutuninni og þakkar ráðherra, stjórn framkvæmdasjóðs aldraðra og öllum þeim er komið hafa að undirbúningi verkefnisins.
15.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00
____________________ _______________________
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
______________________ ______________________
Þórir Már Ólafsson Benedikt Benediktsson
_______________________ _______________________
Birkir A. Tómasson Kristín Þórðardóttir
_______________________
Christiane L. Bahner