Fundargerð

213. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 4. maí 2016 kl. 15:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson,  Kristín Þórðardóttir, Birkir A. Tómasson, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð  og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson. 

Erindi til sveitarstjórnar:
1.Ársreikningur 2015, síðari umræða.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarreikningur            A-hluti          A og B hluti

     Rekstrartekjur.........................................  1.330.683    1.412.008
     Rekstrargjöld.......................................... (1.301.605)     (1.338.246)
     Fjármagnsgjöld.......................................       ( 5.840)   (     30.868)
     Tekjuskattur............................................                0                (            70)
     Rekstrarniðurstaða..................................     (37.157 )             (28.732)

Efnahagsreikningur              A hlutiA og B hluti
Eignir:
      Fastafjármunir.......................................   1.916.8612.109.077
      Veltufjármunir.......................................      402.769               252.191
      Eignir samtals........................................   2.319.6302.361.267
Skuldir og eigið fé:
      Eiginfjárreikningur................................   1.818.9661.616.828
      Skuldbindingar......................................      105.177         105.177
      Langtímaskuldir....................................      227.130                465.370
      Skammtímaskuldir................................      168.357                173.892
      Skuldir og skuldbindingar alls..............      500.664              744.439
      Eigið fé og skuldir samtals...................    2.319.630     2.361.267


Sjóðstreymi                        A-hluti A og B hluti
      Veltufé frá rekstri.................................          37.482               64.042
      Handbært fé frá rekstri.........................        76.171               99.969
      Fjárfestingahreyfingar..........................        96.506               (41.246)
      Fjármögnunarhreyfingar.......................   ( 168.376)            (54.421)
      Hækkun á handbæru fé........................           4.301                4.301
      Handbært fé í árslok               153.391             153.391
       
      Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

      Bókun D og L lista.
      
Við samþykkjum ársreikninginn fyrir okkar leyti og fögnum því að langtímaskuldir sveitarfélagsins lækkuðu á árinu 2015. Hins vegar er ljóst að taka þarf rekstur sveitarfélagsins harðari tökum sem og gerð og eftirfylgni áætlana. Það er ekki viðunandi að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins sé neikvæð auk þess sem að framlegðin (EBIDTA) hefur lækkað undanfarin ár og er nú orðin óásættanleg, sérstaklega í ljósi þeirra fjárfestinga sem eru boðaðar í nákominni framtíð.

Ársreikningurinn sýnir mikinn viðsnúning í rekstri milli ára (96 milljónir til hins verra) og eru niðurstöður hans ekki í samræmi við áætlanir. T.a.m. má nefna að annar rekstrarkostnaður samantekið er rúmum 50 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst þykir að þetta þarfnast nánari skoðunar og aðgerða eins og við höfum áður bent á.

Jákvætt er þó að rekstrarniðurstaðan er betri en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og að mörg sóknartækifæri eru fyrir hendi í Rangárþingi eystra.

Bókun fulltrúa B lista.
Rekstrarniðurstaða samantekinna reikningsskila A og B hluta er neikvæð 28,7m.kr. sem er þó 50,2m.kr betri en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir. Ástæður neikvæðrar rekstrarniðurstöðu er m.a. kerfisbundin endurskoðun starfsmats sveitarfélaga og breytingar á kjarasamningum sem áttu sér stað á síðasta ári. Hið kerfisbundna starfsmat stendur enn yfir á þesssu ári hjá nokkrum starfsstéttum sveitarfélaganna en verður þó ekki eins víðtækt og á síðasta ári. 

2.1604071 Beiðni um styrk vegna Hvolsvollur.is
Benedikt Benediktsson víkur af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um allt að kr. 160.000,- samkvæmt framlögðum reikningum.

3.1605005 Fjallskilasjóður Fljótshlíðar, beiðni um styrk vegna uppgræðsluáætlunar á Fljótshlíðarafrétti.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 300.000,-

Fundargerðir:
1.1604067 Fundargerð 33. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 25.04.16 Staðfest.
2.1604069 Fundargerð 19. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 26.04.16 Staðfest.
3.1604070 Fundargerð 171. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 20.04.16 Staðfest.
4.1605001 Fundargerð 246. fundar Sorpstöðvar Suðurlands 25.04.16 Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1509106 Leyfisbréf vegna rekstrarleyfis Hlíðarvegar 15.
2.1604072 Tilkynning um að starfsemi sé hætt að Stóragerði 1a, Hvolsvelli.
3.1603021 Leyfisbréf vegna rekstrarleyfis að Stóragerði 1a, Hvolsvelli.
4.1605002 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15

____________________          _______________________
Lilja Einarsdóttir          Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________            ______________________
Þórir Már Ólafsson  Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                   _______________________    
Kristín Þórðardóttir          Birkir A. Tómasson

_______________________   
Christiane L. Bahner