22. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, þriðjudaginn 18. maí 2010 kl. 10:00.
Mættir: Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. Forföll boðaði Egill Sigurðsson
Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.
- Ársreikningur 2009
Lagður fram ársreikningur fyrir 2009. Fram kemur að rekstrartekjur voru 22.238 þúsund kr. og rekstrarkostnaður 18.964 þúsund kr. Fjármagnsgjöld 966 þúsund kr. Niðurstaða því jákvæð um 2.307 þúsund kr.
Stjórn staðfestir ársreikning og vísar honum til aðalfundar til afgreiðslu.
- Yfirlit um reksturinn fyrstu mánuði ársins
Lagt fram yfirlit yfir rekstur fyrstu þrjá mánuði ársins. Rekstur er í góðu jafnvægi miðað við áætlun. Sömuleiðis lagt fram yfirlit um útköll og æfingar 2009.
- Brunavarnaáætlun fyrir Rangárþing
Rætt um brunavarnaráætlun sem er í vinnslu.
- Önnur mál.
Böðvar skýrði frá vinnu Guðna Kristinssonar varðstjóra, við GPS staðsetningar og tölvuvæðingu.
Rætt um tryggingarmál slökkviliðsmanna. Formanni falið að kanna málið nánar.
Fram kom að slökkvilið Rangæinga hefur komið mikið að hreinsunarstarfi vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli og hefur það reynt á mannskap og tæki. Reiknað er með því að stjórnvöld greiði fyrir þá vinnu, sbr. yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11:00
Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason