221. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 9. febrúar 2017 kl. 12:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Kristín Þórðardóttir, Birkir A. Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að tveir liðir séu teknir fyrir, 13. lið, Úthlutun styrks úr Fjarskiptasjóði vegna Ísland Ljóstengt 2017, fundargerð 34. fundar fræðslunefndar Rangárþings eystra 8.2.17 og 27. fund Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar 8.2.17.

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:

1.1702007 Kirkjuhvoll: umsókn um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir árið 2018. Staðfest.
2.1702008 Styrkbeiðni: Jazz undir fjöllum 2017. Ákveðið að veita styrk kr. 300.000.
3.1702015 Bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna afgreiðslu tekjuauka á grundvelli laga nr. 139/2013. Staðfest.
4.1702009 Heimsókn fulltrúa vinabæjarins Levanger 3.-5. maí 2017. Samþykkt að fela sveitarstjóra að skipuleggja dagskrá.
5.1611039 Eldstó: Skaðabótakrafa vegna frárennslisstíflu 14.07.16. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu. 
6.1702010 Umsögn um drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Erindinu vísað til Brunavarna Rangárþings bs. 
7.1702012 Teigsbakki: ósk um umsögn vegna stofnun lögbýlis. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis.
8.1605043 Vegagerðin og Landgræðsla ríkisins: Framkvæmdaleyfi vegna flóðvarnargarðs í Markarfljóti við Þórólfsfell. Erindinu vísað til skipulagsnefndar til umfjöllunar.
9.1611043 Erindi frá Vigfúsi Andréssyni: krafa um að byggingarleyfi fyrir hóteli á Rauðsbakka verði formlega afturkallað. 
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að vinna áfram að málinu.
10.1702014 Ljósleiðari: Tillaga varðandi þá er ekki tengjast ljósleiðara í dreifbýli Rangárþings eystra. 
Rangárþing eystra stendur nú um þessar mundir í framkvæmdum við lagningu ljósleiðara undir Eyjafjöllum. Verkefnið er fjármagnað af sveitarfélaginu, íbúum (notendum), styrk frá Fjarskiptasjóði og fjarskiptafélagi. Nokkrar fyrirspurnir hafa borist þess efnis að óskað er eftir því að heimili verði tengd án þess að greitt sé ákveðið stofngjald 300þ kr. Eru þær óskir byggðar á því að styrkur fjarskiptasjóðs hafi verið veittur fyrir umræddar tengingar og því beri að leggja þær óháð öðru. Sveitarstjórn áréttar að styrkurinn var veittur fyrir alls 77 styrkhæfar tengingar í þessum fyrsta hluta verkefnisins. Verði færri heimtaugar lagðar á styrkhæfa staði mun sveitarfélagið endurgreiða þann hluta styrksins. Hafi íbúar ekki hug á því að taka þátt í verkefninu í þessari atrennu, er alltaf möguleiki á því að tengjast kerfinu síðar, en líklegt verður að teljast að það verði talsvert dýrari tenging þar sem að ekki nýtur þá styrk Fjarskiptasjóðs, framlag sveitarfélags eða fjarskiptafélags. Skilyrði fyrir því að taka þátt í þessari atrennu verkefnisins er að tengigjald sé greitt.

Samþykkt samhljóða.

11.1702016 Hnaukar ehf: Deiliskipulag við Seljalandsfoss.
Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

Bókun sveitarstjórnar
Mikil og fagleg vinna hefur verið lögð í deiliskipulagsvinnuna með aðkomu margra og ólíkra aðila. Óhjákvæmilega eru neikvæðir fylgifiskar framkvæmdum á svo viðkvæmum svæðum. Sú tillaga var valin sem talin var hafa fæsta ókosti í för með sér fyrir svæðið. 

12.1701053 47. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra 2.2.17.
SKIPULAGSMÁL:
1.1701063Lambafell – Deiliskipulagsbreyting
Smári Björnsson f.h. Welcome Edinborg ehf. kt. 600412-0430, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta af jörðinni Lambafell, Rangárþingi eystra. Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitur nr. 2, þar sem gert var ráð fyrir byggingu skemmu er felldur niður. Í staðinn er gert ráð fyrir 15 lóðum og byggingarreitum fyrir smáhýsi sem hugsuð eru til útleigu. Stærð hvers smáhýsis getur verið allt að 30m². Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags. 
Skipulagsnefnd heimilar gerð deiliskipulagsbreytingar og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn heimilar gerð deiliskipulagsbreytingar og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.1701062Réttarmói 9 – Fyrirspurn v. breyttrar notkunar 
Sigríður J. Sigurðardóttir kt. 240955-4829 og Eyþór Óskarsson kt. 110450-2579, leggja fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar breyttrar skráningar á frístundahúsinu að Réttamóa 9, í íbúðarhús. 
Skipulagsnefnd telur ekki unnt að verða við beiðninni að svo stöddu. Umrædd lóð stendur í dag innan skipulagðs frístundasvæðis í landi Hellishóla. Eigi breytingin fram að ganga þarf að breyta gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra og deiliskipulagi fyrir Hellishóla.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og áréttar að umrædd lóð stendur í miðju frístundahúsahverfi.  
3.1701061Hvolstún 4 – Lóðarumsókn
Jón Ægir Sigmarsson kt. 010587-3369, sækir um að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 4, Hvolsvelli til byggingar einbýlishúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
4.1701060Tjaldsvæðið á Hvolsvelli – Umsókn um smáhýsi
Arnar Arinbjarnarson og Jón Felix Sigurðsson f.h. Nordic Pods ehf. kt. 560915-0550, óska eftir leyfi til uppsetningar á 20 smáhýsum á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli skv. meðfylgjandi gögnum.  
Skipulagsnefnd bendir á að ekki gert ráð fyrir svona lagaðri uppbyggingu á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli. Umrædd smáhýsi til gistingar falla undir leyfisskyld mannvirki skv. byggingarreglugerð og á meðan ekkert deiliskipulag er fyrir hendi er ekki hægt að veita byggingarleyfi fyrir húsunum. 
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar. Einnig felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að kanna með möguleika á svæðinu.  
5.1701059Ytri-Skógar lóð – Umsókn um byggingarleyfi
Elías Rúnar Kristjánsson f.h. Hótels Skóga kt. 691211-1500, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun Hótels Skóga á lóðinni Ytri-Skógar lóð ln. 163691, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Einari V. Tryggvasyni. 
Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga, er ekki gert ráð fyrir viðbyggingu við Hótel Skóga. Því leggur skipulagsnefnd til að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
6.1701058Dufþaksbraut 8 – Lóðarumsókn
Xinglin Xu f.h. 9XING ehf. kt. 600515-1950, sækir um að fá úthlutað lóðinni Dufþaksbraut 8, Hvolsvelli til byggingar hótels. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar og óskar í framhaldinu eftir fundi með umsóknaraðila um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.   
7.1701057Goðaland lóð – Umsókn um byggingarleyfi
Guðni Þór Guðmundsson kt. 010454-3639 og Jana Flieglova kt. 020279-3469, sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breyttri skráningu á íbúðarhúsi á lóðinni Goðaland lóð ln. 164078, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Pro-Ark teiknistofu. 
Skipulagsnefnd leggur til að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
8.1701056Varmahlíð – Landskipti
Anna Birna Þráinsdóttir kt. 251267-5299 og Sigurður J. Jónsson kt. 300856-0049, óska eftir því að skipta 1,67 ha. Lóð úr jörðinni Varmahlíð ln. 163815 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Vigfúsi Þór Hróbjartssyni dags. 17.01.2017. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Varmahlíð 2. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Varmahlíð ln.163815. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á spildunni. 
9.1701055Kirkjulækjarkot 3 – Landskipti
Hans Guðni Magnússon kt. 301145-3229, óskar eftir því að skipta 1894m² lóð úr landeigninni Kirkjulækjarkot 3 ln. 164036, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 02.11.2016. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Kirkjulækjarkot 3c. Einnig eru ytri mörk landeignarinnar Kirkjulækjarkot 3 ln. 164036 hnitsett og staðfest af eigendum aðliggjandi jarða. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á lóðinni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á spildunni. 
10.1701050Markarfljót – Framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku
Vegagerðin kt. 680269-2899 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Markarfljóti. Efnistökusvæðið er skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem náma nr. E-220. Fyrirhugað er að taka um 9.000m³ af efni úr námunni og er það ætlað í yfirlagningar á vegum í námunda við hana. Áætlaður vinnslutími er febrúar til september 2017. 
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfi fyrir efnistökunni með fyrirvara um samþykki landeiganda.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis. 
11.1701033Skógavegur 3 – Lóðarumsókn
Ísólfur Gylfi Pálmason f.h. Skógasafns kt. 700655-0169, sækir um að fá úthlutað lóðinni Skógavegur 3, Skógum.
Skipulagsnefnd vísar umsókninni til Héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna. 
Ísólfur Gylfi víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
12. 1611043Rauðsbakki – Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 
Deiliskipulag og byggingarleyfi vegna hótelbyggingar á jörðinni Rauðsbakka, Rangárþingi eystra var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurður nefndarinnar liggur nú fyrir. Felld er úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra frá 7. apríl 2016 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir hótel á jörðinni Rauðsbakka. Vísað er frá úrskurðarnefndinni kröfu um ógildingu á samþykkt byggingarfulltrúans í Rangárþingi eystra frá 11. júlí 2016 á byggingarleyfi fyrir hóteli á jörðinni Rauðsbakka. 
Skipulagsnefnd fer yfir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deiliskipulagstillagan er felld úr gildi vegna túlkunnar úrskurðarnefndar á samræmi tillögunnar við gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024. Því leggur skipulagsnefnd til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 þar sem deiliskipulagssvæðið verði afmarkað sem verslunar- og þjónustusvæði. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga verði síðan auglýstar samhliða. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 þar sem deiliskipulagssvæðið verði afmarkað sem verslunar- og þjónustusvæði. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga verði síðan auglýstar samhliða. 
13.1610082Miðdalur – Deiliskipulag
Steinsholt sf. f.h. Ludovic Sylvian Pascal Piala leggur fram lýsingu deiliskipulags fyrir tvær lóðir úr landi Miðdals, Rangárþingi eystra. Markmið skipulagsins er uppbygging íbúðarhúsa og gestahúsa á spildunum. Á báðum lóðunum er áformað að byggja íbúðarhús og gestahús þar sem boðið verður upp á gistingu. 
Skipulagsnefnd bendir á nálægð skipulagssvæðisins við minkabú á jörðinni Neðri-Dalur, ásamt öðrum landbúnaði á svæðinu. Skipulagsnefnd samþykkir að lýsing verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu. 
14.1610075Völlur 2 – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 ha landspildu úr landi Vallar II ln. 164207. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun íbúðarhúss, þjónustuhúss og hins vegar fyrir byggingu allt að 10 gestahúsa. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2016, með athugasemdafresti til 9. janúar 2017. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.1610071Gunnarsgerði – Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagsbreytingu fyrir Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Gildandi deiliskipulag var samþykkt í sveitarstjórn 13.03.2008. Ástæða endurskoðunarinnar eru margvísilegar, svo sem fábreytileiki húsgerða, skortu á gestabílastæðum, skilgreining byggingarreita, stærð opins svæðis á milli Gunnarsgerðis og Króktúns ofl. Breytingartillagan gerir ráð fyrir allt að 27 íbúðum í rað, par og einbýlishúsum. Bílastæðum er fjölgað og staðsetningu þeirra breytt. Þar sem byggt hefur verið of nærri norður lóðamörkum við Njálsgerði, norðan götu eru þær lóðir við Njálsgerði stækkaðar um 3m til norðurs. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn ákveður að raðhús með 8 íbúðum verði flutt norðan megin við Gunnarsgerðið og 4 íbúða raðhús verði flutt sunnan megin við götuna. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 41. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að gatnagerð við Gunnarsgerði verði boðin út við fyrsta tækifæri. 
16.1610070Skarðshlíð 1 og 2 – Deiliskipulagsbreyting
Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit S3, þar sem heimilt verður að byggja fjögur hús allt að 120m² hvert. Húsin eru ætluð fyrir ferðaþjónustu. Byggingarreitur Ú2 er stækkaður og þar verður heimilt að endurbyggja fjós og stækka það um allt að 1.000m² í stað 300m² áður. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2016, með athugasemdafresti til 9. janúar 2017. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Veðurstofunnar koma fram ákveðnar ábendingar varðandi tillöguna. Skipulagsstofnun mælist til þess að farið verði eftir þeim ábendingum við framkvæmdir á svæðinu. Vegna mistaka var röng skipulagstillaga send Veðurstofu til umsagnar. Það kemur þó ekki að sök þar sem breytingin nær einungis til reita S3 og Ú2. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.1607032Stóra-Borg – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa í landi Stóru-Borgar ln. 163726. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2016, með athugasemdafresti til 9. janúar 2017.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin tekur undir umsögn Minjastofnunar og fer fram á að tekið verði tillit til hennar við framkvæmdir á deiliskipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.1606016Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
Landeigendur Yzta-Bælis, Rangárþingi eystra hafa óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Áætlað er að deiliskipulagið taki til 5 íbúðahúsalóða úr jörðinni Yzta-Bæli. Skipulagsnefnd hafði áður samþykkt að unnin yrði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra vegna fyrirætlanna. Sveitarstjórn frestaði hins vegar erindinu og vísaði því aftur til frekari skoðunnar hjá skipulagsnefnd. 
Skipulagsnefnd telur að hugmyndir landeiganda samræmist ekki stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins sbr. kafli 4.17, þar sem mikið landbúnaðarland fer undir væntanlega íbúðabyggð. Nefndin bendir á að æskilegra væri að beina uppbyggingu að núverandi byggð í Yzta-Bæli.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
19.1605016Fornusandar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar lóða og byggingarreita núverandi húsa, auk byggingar þriggja frístundahúsa og gestahúss. Hámarksstærð frístundahúsa er 140m², auk þess er leyfilegt að byggja 40m² aukahús á lóð. Hámarksstærð gestahúss er 60,5m². Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2016, með athugasemdafresti til 9. janúar 2017. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Engin breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs. Tillagan var auglýst frá 16. júní 2016, með athugasemdafresti til 28. júlí 2016. 
Talsverður fjöldi athugasemda og umsagna barst við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við tillöguna og gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunni. Yfirlit yfir viðbrögð og svör við athugasemdum verða send öllum þeim sem athugasemdir gerðu. Í greinargerð tillögunnar er gert grein fyrir þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir tillöguna ásamt svörum við athugasemdum. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
21.1501040Guðnastaðir/Skækill – Aðalskipulagsbreyting
Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209, óskar eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystar 2012-2024. Óskað er eftir því að hluta af landi Guðnastaða sem ber heitið Skækill verði landnotkun breytt úr landbúnaðarsvæði í flugvöll. Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar lokið ferli sínu. Enn hefur þó ekki borist umsögn Samgöngustofu. 
Með fyrirvara um jákvæða umsögn Samgöngustofu, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gert verði ráð fyrir flugvelli í landi Guðnastaða/Skækils. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gert verði ráð fyrir flugvelli í landi Guðnastaða/Skækils.
22.1309001Hamragarðar/Seljalandsfoss - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu tekur til um 90 ha svæðis við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerðar á legu göngustía og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónusumiðstöðvar. Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 16. júní 2016, með athugasemdafresti til 28. júlí 2016.
Talsverður fjöldi athugasemda og umsagna barst við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við tillöguna og gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunni. Yfirlit yfir viðbrögð og svör við athugasemdum verða send öllum þeim sem athugasemdir gerðu. Í greinargerð tillögunnar er gert grein fyrir þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir tillöguna ásamt svörum við athugasemdum. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
13.Úthlutun styrks úr Fjarskiptasjóði vegna Ísland Ljóstengt 2017.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að taka við styrk að upphæð kr. 62.750.000 sem Fjarskiptasjóður hefur úthlutað sveitarfélaginu til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins, í öðrum áfanga verkefnisins.
Sveitarstjórn samþykkir einnig að hefja undibúning að útboði verksins í samræmi við forsendur styrksins.
14.1511112 Tjaldstæðið á Hvolsvelli: ósk um framlengingu á samning.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta erindinu. 
15.Trúnaðarmál

Fundargerðir:

1.1702001 40. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 30.1.17.
Afgreiðslu frestað. 
2.1702011 252. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. 19.1.17. Staðfest.
3.34. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra. 8.2.17. Staðfest.
4.1702021 27. fundur Heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefndar 8.2.17. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1701042 Viljayfirlýsing vegna hugsanlegra íbúðabygginga SS á Hvolsvelli.
2.1607003 Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í mál Fjarskipta hf. gegn Rangárþingi eystra og Mílu ehf.
3.1607003 Innanríkisráðuneytið: kæra Fjarskipta hf. vegna útboðs í Rangárþingi eystra.
4.1606074 Rekstrarleyfi: Sámsstaðir 1, lóð nr. 4.
5.1701035 Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands: Framlag 2017-2020.
6.1701036 Skráning menningarminja: fornleifa, húsa og mannvirkja – skil á gögnum.
7.1702013 Aukavinna sveitarstjórnarmanna

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45

Lilja Einarsdóttir              
Ísólfur Gylfi Pálmason                              
Þórir Már Ólafsson  
Benedikt Benediktsson                                                                   
Birkir Arnar Tómasson              
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahner