Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð


229. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, fimmtudaginn 28. september, 2017 kl. 8:10
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:
1.Sögusetrið – Framhald rekstrar.
Sveitarstjóri sagði frá því að auglýst hefði verið eftir aðilum vegna áframhaldandi reksturs Sögusetursins. En Sigurður Hróarsson hjá fyrirtækinu Atgeir ehf. hefur sagt samningum upp en mun að minnsta kosti starfa fram til áramóta. Fjórir umsækjendur hafa sýnt rekstrinum áhuga. Rætt við áhugasama umsækjendur um tillögur þeirra til reksturs Sögusetursins.

2.1709051 Beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu.
Oddviti kynnti bréf þar sem Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu óskar eftir fjárstyrk að upphæð kr. 165.000 vegna fermingarbarnauppfræðslu m.a. í Vatnaskóg á þessu ári. Samþykkt samhljóða.

3.1709052 Íslandskort ehf: Samningur um umsýslu og innheimtu af ferðaþjónustuaðilum fyrir Seljalandsfoss ehf. og Rangárþing eystra.
Oddviti kynnti samninginn en hann tengist sameiginlegu gjaldtöku Landeigendafélagsins Seljalands ehf. og sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Samningurinn samþykktur samhljóða.

4.1709054 Neytendasamtökin: Beiðni um styrk.
Oddviti kynnti bréf þar sem Neytendasamtökin óska eftir rekstrarstyrk til félagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

5.1709056 Nicetravel: Drög að leigusamningi um gistirými á Heimalandi.
Oddviti kynnti samningsdrögin en þar er gert ráð fyrir að fyrirtækið Nicetravel, sem leigir Seljalandsskóla, leigi herbergi á efri hæð félagsheimilisins Heimalands fyrir starfsmenn fyrirtækisins til eins árs. Í samningnum er þó gert ráð fyrir að ákveðnir aðilar sem leigt hafa þessa aðstöðu tímabundið um árabil hafi möguleika á því áfram þrátt fyrir samninginn.  Erindið hafði áður verið kynnt á síðasta byggðarráðsfundi.  Samningurinn samþykktur samhljóða.

6.1709057 Tillaga að kjörstjórnum vegna alþingiskosninga 2017 og sveitarstjórnarkosninga 2018.
Kjördeild I í Félagsheimilinu Hvoli
Aðalmenn:Varamenn:
Ágúst Kristjánsson, formaðurGuðjón Einarsson
Auður Friðgerður Halldórsdóttir            Arna Þöll Bjarnadóttir
Guðrún Ósk BirgisdóttirSigurður Sigurðsson

Kjördeild 2 í Félagsheimilinu á Heimalandi
Aðalmenn:Varamenn:
Baldur Björnsson, formaðurGuðrún Inga Sveinsdóttir
Guðmundur ViðarssonKatrín Birna Viðarsdóttir
Ragna B. AðalbjörnsdóttirBerglind Hilmarsdóttir
Samþykkt samhljóða
7.Ljósleiðaravæðing: Skarphéðinn Jóhannesson segir frá framvindu verkefnisins.

Fundargerðir:
1.1709042 523. fundur stjórnar SASS. 07. – 08.09.2017. Staðfest.
Liður 5: Sveitarstjórn Rangárþings eystra óskar eftir upplýsingum um nýtingu á ferðum Strætó bs. í sveitarfélaginu.
2.1709059 181. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 22.09.2017. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1708124 Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 22.08.2017.
2.1709055 Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna: Fundarboð á Ársfund Jöfnunarsjóðs.
Samþykkt að Ísólfur Gylfi Pálmason verði fulltrúi sveitarfélagsins á Ársfund Jöfnunarsjóðs. Lilja Einarsdóttir er varamaður.
3.1706038 Rekstrarleyfi: Lindartún.
4.1709040 Rekstrarleyfi: Dægra.
5.1705030 Rekstrarleyfi: Ásólfsskáli.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:51

 Lilja Einarsdóttir              

Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
 Þórir Már Ólafsson                               

Benedikt Benediktsson
                                                                   
Birkir Arnar Tómasson                            

 Guðmundur Viðarsson

Christiane L. Bahner