- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
Fundargerð
232. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, mánudaginn 20. nóvember 2017, kl. 14:10.
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að settur verði á dagskrá liður 9, Umboð til sveitarstjóra vegna samkomulags um skiptingu lífeyrisskuldbindinga milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.1711094 167. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra. 20.11.2017. Staðfest.
2.1711021 Tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2018-2021. Fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.
3.1711109 Álagningarreglur Rangárþings eystra 2018.
Samþykkt með 4 atkvæðum LE, ÍGP, BB og ÞMÓ. 1 á móti BAT, 2 sitja hjá GV og CLB.
4.1711018 Fasteignagjöld og útsvar árið 2018.
Samþykkt að frádregnu sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum en tillögur um það gjald eiga eftir að berast.
5.1711085 Gjaldskrá fyrir stöðuleyfi geymslugáma á skipulögðu geymslugámasvæði við Dufþaksbraut.
Samþykkt samhljóða.
6.1711086 Landgræðsla ríkisins: Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“ á árinu 2017.
Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
7.1509035 Krónan ehf.: Leigusamningur um verslunarrými að Austurvegi 4.
Samþykktur samhljóða.
8.1711110 Umhverfisstofnun: Samningur um refaveiðar 2017 – 2019.
Samþykkt samhljóða.
9.Umboð til sveitarstjóra vegna samkomulags um skiptingu lífeyrisskuldbindinga milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir:
1.1711084 Fundur í héraðsráði Héraðsnefndar Rangæinga. 13.11.2017. Staðfest.
Lagt fram undir þessum lið bréf í 8. lið kynningarefnis.
2.1711105 Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands. 20.10.2017. Staðfest.
3.1711106 261. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. 10.11.2017. Staðfest.
4.1711107 Aðalfundur SASS. 19. – 20. 2017. Staðfest.
5.1711108 49. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 15.11.2017. Staðfest.
Mál til kynningar:
6.1711092 Rangárþing eystra: Fundargerðir nefnda á vegum sveitarfélagsins.
Öllum formönnum nefnda sent bréf vegna ritun fundargerða.
7.1709063 Spesían: Verkábyrgð vegna jarðvinnu við Dufþaksbraut og Ormsvöll.
8.1711093 Stórólfsvöllur: Ósk um landskipti.
Fulltrúum sveitarfélagsins í Héraðsnefnd Rangæinga falið að vinna að málinu.
9.1711087 Þjóðskrá Íslands: Leiðrétt fasteignamat 2018.
10.1711088 Þjóðskrá Íslands: Breytingar í fasteignaskrá.
11.1711090 Umhverfisstofnun: Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
12.1711104 Rangárþing eystra: Stefnumörkun í ferðaþjónustu.
13.1711089 Vegagerðin: Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Miðbælisbakkavegar 2325 af vegaskrá.
Afrit sent til Samgöngu- og umferðarnefndar.
14.1709064 Vegagerðin: Tilkynning um niðurfellingu Grenstangavegar nr. 2436 af vegaskrá.
Afrit sent til Samgöngu- og umferðarnefndar.
15.1709006 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Rangárbakki.
16.1511091 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Laufás.
17.1711003 Sýslumaður Suðurlands: Rekstrarleyfi: Miðtún.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.05.
____________________ _______________________
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
______________________ ______________________
Þórir Már Ólafsson Benedikt Benediktsson
_______________________ _______________________
Birkir Arnar Tómasson Guðmundur Viðarsson
______________________
Christiane L. Bahner