- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
234. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 8, fimmtudaginn 11. janúar 2018, kl. 12:00.
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, varamaður Þóris Más Ólafssonar, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að liður 8, varðandi Brú lífeyrissjóð, verði færður upp sem liður 1. Oddviti sagði einnig frá því að í lok fundarins koma gestir frá Landvættum og kynna hugmyndir tengdar uppbyggingu á fjölförnum ferðamannastöðum.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.1801008 Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga: Samkomulag um uppgjör.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að staðgreiða framlag í jafnvægissjóð kr. 59.940.877. Framlag í lífeyrisaukasjóð, kr. 155.612.914, greiðist á 10 árum og framlag í varúðarsjóð kr. 16.741.304 greiðist á 20 árum í samræmi við ákvæði í skuldabréfi Brúar. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika með uppgreiðslu á lánstímanum sem og að kalla eftir upplýsingum um sundurliðun fjárhæðanna. Sveitarstjóra einnig falið að ljúka málinu.
2.1709067 Hestamannafélagið Geysir: Þjónustusamningur.
Áður hefur verið fjallað um samninginn og sveitarstjórn samþykkir hann samhljóða.
3.1712039 Skógræktarfélag Rangæinga: Beiðni um styrk vegna Ársþings Skógræktarfélags Íslands.
Ársfundur félagsins verður haldinn í Rangárvallasýslu, samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 150.000.
4.1712046 Landsmót hestamanna 2020: Tilnefning fulltrúa í verkefnastjórn.
Samþykkt samhljóða að Christiane L. Bahner verði fulltrúi sveitarfélagsins í verkefnastjórninni.
5.1712048 Samkomulag milli landeigendafélags Seljalandsfoss og sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Lagt fram samkomulag milli landeigendafélags Seljalandsfoss ehf. kt. 630315-0420 og sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Í lið 3 leggur sveitarstjórn til að síðustu setningunni „Vinna við bílastæði á nýjum stað verður sett í vinnslu á sama tíma og jarðvinna fyrir fyrirhugaða þjónustumiðstöð.“ verði sleppt.
Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingu á 5. liða samkomulagsins og að hann verði svohljóðandi: Réttur til leigugreiðslna/arðgreiðslna fer eftir hlutfallslegri eign í B bréfum. Leigugreiðslur/arðgreiðslur munu þó ekki hefjast fyrr en búið er að fjármagna gerð bílastæða, göngustíga, merkinga, lýsingar og fegrunar nánasta umhverfis sem og að sinna almennu og nauðsynlegu viðhaldi svæðisins.
Varðandi 6. lið samkomulagsins telur sveitarstjórn líklegar til árangurs að skipaður sé óháður oddamaður í stjórn félagsins.
Sveitarstjórn leggur til breytingu á orðalagi í upphaf 7. liðar og muni hann hefjast á: Samkomulag er um að (í stað Stefnt er að því)
Sveitarstjórn leggur til að liður 10 verði eftirfarandi: Stjórn rekstrarfélagsins ákveður árlega þjónustugjöld fyrir hið deiliskipulagða svæði.
Sveitarstjórn gerir athugasemd við 11. lið og leggur til að hann verði endurskoðaður í heild sinni og lögfræðingi sveitarfélagsins verði falið að útfæra liðinn.
Sveitarstjórn gerir einnig athugasemd við 13 grein samkomulagsins sem tengist hugsanlegri uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í framtíðinni og telur meiri umræðu þurfi til þess að útfæra þær hugmyndir.
Að öðru leiti samþykkir sveitarstjórn samkomulagið og felur sveitarstjóra og Guðmundi Viðarssyni að vinna áfram að stofnun rekstrarfélagsins.
6.1801002 SASS: Orkunýtingarstefna SASS 2017-2030. umsögn.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með vinnu nefndarinnar og staðfestir orkunýtingarstefnuna fyrir sitt leiti.
7.1801006 Héraðsnefnd Rangæinga: Samþykkt kauptilboð í jörðina Stórólfsvöll. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið fyrir sitt leiti og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum. Einnig er sveitarstjóra falið að afla gagna um núverandi leigu á svæðinu.
8.1801018 Sigurður Flosason: Beiðni um styrk vegna Jazz undir Fjöllum 2018.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 300.000 eins og undanfarin ár.
9.1801004 55. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra.
SKIPULAGSMÁL:
1.1801015Moldnúpur - Deiliskipulagsbreyting
Eyja Þóra Einarsdóttir kt. 270155-3839, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Moldnúp. Breytingin tekur til byggingar allt að 200m² einbýlishúss og aðkomu að því. Samhliða er leiðrétt afmörkun byggingarreita á Moldnúpi 1 og 2.
Skipulagsnefnd heimilar gerð deiliskipulagsbreytingar og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn heimilar gerð deiliskipulagsbreytingar og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.1801014Réttarmói - Aðalskipulagsbreyting
Landeigendur lóða við Réttarmóa, Hellishólum, Fljótshlíð, óska eftir því að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra. Óskað er eftir því að landnotkun verði breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð, skv. meðfylgjandi umsókn.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, þar sem umrætt svæði verði skilgreint sem íbúðabyggð. Einnig leggur nefndin til að breyting á deiliskipulagi verði heimiluð.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra.
3.1801013Aðalskipulag Rangárþings ytra – Ósk um umsögn
Rangárþing ytra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna endurskoðunar á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Rangárþings ytra.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
4.1801012Seljalandssel – Landskipti
Landeigendur Seljalandssels ln. 163799, óska eftir því að skipta 14,9 ha spildu úr jörðinni, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 6. janúar 2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda sameinist jörðinni Seljalandssel II ln.223787
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og sameininguna.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og sameininguna.
5.1801011Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
Lagt fram til kynningar drög að deiliskipulagstillögu ásamt minnisblaði fyrir Sýslumannstúnið á Hvolsvelli.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
6.1801010Dægradvöl – Deiliskipulag
Kjartan Már Benediktsson kt. 250955-2789, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir spilduna Dægradvöl ( Strönd II lóð ln.195393). Deiliskipulagið tekur til byggingar allt að 40m² gestahúss og 30m² geymslu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.1801005Brúnir, Eystra-Seljaland, Eyvindarholt, Guðnastaðir, Ráðagerði, Vesturskák - Aðalskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Lýsingin tekur til eftirfarandi breytinga. Brúnir, breyting í verslunar- og þjónustusvæði, Eystra-Seljaland, breyting í verslunar- og þjónustusvæði, Ráðagerði, breyting í frístundasvæði, Eyvindarholt (Langhólmi), breyting í frístundasvæði, Vesturskák, breyting í verslunar- og þjónustusvæði og Guðnastaðir, breyting í flugbraut.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.1712045Markarfljót – Framkvæmdarleyfi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Markarfljóti. Efnistökusvæðið er skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem náma nr. E-220. Fyrirhugað er að taka um 9.000m³ af efni úr námunni og er það ætlað í yfirlagningar á vegum í námunda við hana. Áætlaður vinnslutími er janúar til september 2018.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni með fyrirvara um samþykki landeigenda.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
9.1709019Kvoslækur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 40 ha lands úr jörðinni Kvoslækur. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 8 íbúðarhúsa á um 5 ha lóðum hver. Heimilt verður að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu. Nýtingarhlutfall lóða verður 0,01 í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra. Tillagan var auglýst frá 13. nóvember 2017, með athugasemdafresti til 29. desember 2017.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunni til samræmis við umsagnir umsagnaraðila. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir tillöguna. Tillagan verður send Skipulagsstofnun til yfirferða skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.1610082Mið-Dalur - Deiliskipulag
Tillagan tekur til tveggja lóða úr jörðinni Mið-Dalur, Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir að á hvorri lóð verði heimilt að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu / bílskúr, skv. ákvæðum í aðalskipulagi Rangárþings eystra. Tillagan var auglýst frá 13. nóvember 2017, með athugasemdafresti til 29. desember 2017.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir tillöguna. Tillagan verður send Skipulagsstofnun til yfirferða skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 55. fundar skipulagsnefndar í heild sinni.
10.Heimsókn: Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir.
Kynntu vinnu við Áfangastaðaáætlun (DMP) sem er langt komin en lokaskil eru áætluð 30. apríl 2018.
11.1801019 Drög að samningi og rekstraráætlun fyrir Sögusetrið.
Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við umsækjendur. Samþykkt með 5 atkvæðum LE, ÍGP, BB, JEG og CLB. 1 á móti GV. 1 situr hjá BAT.
12.Heimsókn: Landvættir komu og kynntu starfsemi sína og hugmyndir um uppbyggingu og þjónustu á fjölförnum ferðamannastöðum.
Fundargerðir:
1.1712040 36. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs. 27.11.2017. Staðfest.
2.1712041 37. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs. 13.12.2017. Staðfest.
3.1712049 Héraðsráð Héraðsnefndar Rangæinga. 20.12.2017. Staðfest.
4.1712042 183. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 15.12.2017. Staðfest.
5.1712043 Félagafundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 15.12.2017. Staðfest.
6.1712044 50. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 14.12.2017. Staðfest.
7.1712050 527. fundur stjórnar SASS. 07.12.2017. Staðfest.
8.1712051 855. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 15.12.2017. Staðfest.
Mál til kynningar:
1.1711093 Stórólfsvöllur: Svar Héraðsnefndar vegna landskipta.
2.1801003 Samband íslenskra sveitarfélaga: Landsbyggðarmál – frá fundi í Vík í Mýrdal.
3.1712038 Landgræðsla ríkisins: Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi.
4.1801016 Mannvirkjastofnun: Brunavarnaáætlun ekki í gildi.
5.1711089 Vegagerðin: Tilkynning vegna niðurfellingar Miðbælisbakkavegar nr. 2325 af vegaskrá.
Erindið sent Samgöngu- og umferðarnefnd til upplýsinga.
6.1801007 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Rekstrarleyfi: Guesthouse Rauðafell.
7.1801009 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:09
____________________ _______________________
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
______________________ ______________________
Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir Benedikt Benediktsson
_______________________ _______________________
Birkir Arnar Tómasson Guðmundur Viðarsson
______________________
Christiane L. Bahner