Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

235. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn í félagsheimilinu Gunnarshólma, fimmtudaginn 8. febrúar 2018, kl. 12:00.
Mætt: Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, varamaður Ísólfs Gylfa Pálmasonar, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti óskar eftir að bætt verði á dagskrá drögum að fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2017 – 2018.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.1801032 168. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra. 25.01.2018. Staðfest.
2.1802004 Tónsmiðja Suðurlands: Ósk um greiðslu kennslugjalda fyrir nemanda.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að greiða styrk vegna nemandans, kr. 117.991, í ljósi fyrirliggjandi rökstuðnings.
3.1802008 Rut Ingólfsdóttir: Beiðni um styrk vegna þriggja tónleika í kirkjum í Rangárvallasýslu.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umsagnar í Menningarnefnd og óskar niðurstöðu nefndarinnar fyrir 20. febrúar nk.
4.1802012 SASS: Lífeyriskröfur Brúar lífeyrissjóðs vegna A deildar sjóðsins.

Tillaga formanns og framkvæmdastjóra SASS vegna sameiginlegra stofnana,; SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Menningarráðs Suðurlands, Heilbriðiseftirlits Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands, er að hvert sveitarfélaga geri upp við SASS á grundvelli aðildar þeirra að stofnununum og íbúafjölda m.v. 1. janúar 2017, nema í tilfelli Skólaskrifstofunnar þá m.v. fjölda barna á aldrinum 1-15 ára þann 1. des 2012. Skv. Þessu koma til greiðslu hjá Rangárþingi eystra kr. 5.312.977.- 
Sveitarstjórn samþykkir að gera upp við SASS kr. 5.312.977.- skv. þessum forsendum. 
5.1802014 Bjarni Haukur Jónsson: Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis á jörðinni Stórólfsvöllur vestri.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Stórólfsvöllur vestri.
6.1802018 Tillaga um samvinnu við sveitarfélög í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu um innleiðingu á nýjum persónuverndarlögum.
Tillaga:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að unnið verði að innleiðingu nýrra persónuverndarlaga í samvinnu með sveitarfélögum á starfssvæði Byggðarsamlags um Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs. Þ.e. Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahrepp, Mýrdalshrepp og Skarfárhrepp. 
Samþykkt samhljóða.
7.Drög að fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2017-2018.
Sveitarstjórn staðfestir drög að fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2017 – 2018.

8.1801022 56. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra 
SKIPULAGSMÁL:
1.1801051Landgræðslusvæði Vestur-Landeyjasandi - Landskipti
Óskar Páll Óskarsson f.h. Ríkiseigna kt. 690981-0259, óskar eftir því að landið, Landgræðslusvæði Vestur-Landeyjasandi verði stofnað skv. meðfylgjandi gögnum. Í heildina er um að ræða 2709 ha landsvæði milli Hólsár og Affalls skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landgræðslu ríkisins dags. í nóvember 2017.  
Afgreiðslu erindisins frestað. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir lögfræðilegu áliti á umbeðnum landskiptum. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

2.1801050Dalssel 3 - Landskipti
Símon Oddgeirsson kt. 021227-2269, óskar eftir því að skipta 3 spildum úr jörðinni Dalsseli 3 ln. 192638, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eysteini Dofrasyni dags. í nóvember 2017. Óskað er eftir því að spildurnar fái heitin Einarssel, Símonarsel og Oddgeirssel.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og heitin á spildunum. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitin á spildunum. 

3.1801049Seljalandheiðarnáma – Beiðni um umsögn
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum óskar Skipulagsstofnun eftir því að Rangárþing eystra gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum efnistaka úr Seljalandsheiðarnámu skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum. 
Um er að ræða 40.000 m³ efnistöku úr núverandi námu á Seljalandsheiði, skilgreindri sem E-422 í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Staðsetning námunnar er innan hverfisverndarsvæðis Hv-624, Fjallabakssvæðið. Að mati skipulagsnefndar er vel gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun í gögnum framkvæmdaraðila. Gera þarf breytingu á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra í samræmi við fyrirhugaða efnistöku. Einnig þarf framkvæmdaraðili að sækja um framkvæmdarleyfi til Rangárþings eystra. Að mati skipulagsnefndar er ekki þörf á því að malarnám úr Seljalandsheiðarnámu gangist undir umhverfismat.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.

4.1801048Seljalandsfoss – Endurnýjun á stöðuleyfi
Heimir Hálfdanarson, Atli Már Bjarnason og Elísabet Þorvaldsdóttir f.h. Seljaveitinga ehf. kt. 650213-1730, sækja um framlengingu á stöðuleyfi fyrir greiðasölu við Seljalandsfoss. 
Skipulagsnefnd samþykkir framlengingu stöðuleyfis til eins árs.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
 
5.1801047Búðarhóll 1 – Landskipti
Haraldur Konráðsson kt. 180955-5269 og Helga Bergsdóttir kt. 141258-4199, óska eftir því að skipta 158,4 ha spildu úr jörðinni Búðarhóli 1 ln. 163850, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af EFLU dags. 19.01.2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heiti Áland. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Búðarhóli 1, ln. 163850
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á spildunni. 

6.1801046Stórólfshvoll, veiðihús – Deiliskipulagsbreyting
Helgi Kjartansson f.h. Lax-á ehf. kt. 690589-1419, óskar eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Stórólfshvol-Veiðihús. Breytingin felur í sér að afmarkaður er nýr byggingarreitur nr. 8. Innan byggingarreits verður heimilt að byggja allt að 200m² bað/saunahús fyrir gesti svæðisins. Að öðru leyti haldast byggingarskilmálar svæðisins óbreyttir frá fyrra deiliskipulagi sem staðfest var 04.10.2001. 
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins. 
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins. 

7.1801045Heylækur 2 - Landskipti
Landeigendur Heylækjar 2 ln. 164016 óska eftir eftirfarandi landskiptum og breytingum á skráningu. Núverandi heiti Heylækjar 2, breytist í Heylækur 4. Stofnuð verður ný jörð, samtals um 15,11 ha. í fimm hlutum og fær heitið Heylækur 2. Lögbýlisréttur mun færast yfir á nýju jörðina. Afmörkun sumarbústaðarlóðarinnar Heylækur 2 ln. 164017, mun breytast og verður heildar stærð um 15,11 ha. í þremur hlutum. Heiti jarðarinnar breytist í Heylækur 3. Meðfylgjandi umsókninni eru hnitsettur uppdráttur unnin af Höllu Kjartansdóttur dags. 17.01.2018 og Landskiptagjörð dags. 17.01.2018.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin, breytingarnar og heitið á jörðunum. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitin á jörðunum. 

8.1801026Hvolsvöllur – Deiliskipulag nýrra íbúðahverfa
Lagt fram til kynningar fyrstu drög að deiliskipulagi nýrra íbúðasvæða á Hvolsvelli. Umrædd svæði eru skilgreind í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem ÍB-130 og ÍB-131. 
Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum frá fleiri hönnuðum á framtíðar íbúðasvæði á Hvolsvelli og góðum tengingum akandi, hjólandi og gangandi á milli hverfa. Nefndin leggur til að fyrir næsta fund skipulagsnefndar verði tillögurnar tilbúnar. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu. 

9.1801021Syðri-Kvíhólmi – Landskipti
Landeigendur Syðri-Kvíhólma ln. 163801, óska eftir því að skipta 0,94 ha lóð úr jörðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 06.09.2017. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Kvíhólmi. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Syðri-Kvíhólmi ln. 163801. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðinni. 

10.1801011Sýslumannstúnið, Hvolsvelli – Deiliskipulag
Lagt fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir sýslumannstúnið á Hvolsvelli. Umrætt svæði ser skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem ÍB-112. 
Skipulagsnefnd ræðir tillöguna. Skipulagsfulltrúa falið óska eftir breytingum á uppdrætti í samræmi við umræður á fundi. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

11.1511092Hvolsvöllur, miðbær – Deiliskipulag
Rangárþing eystra hefur á undanförnum misserum verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar og breytt tillaga í kjölfarið. Lagt fram til kynningar. 
Fyrirliggjandi tillaga rædd á breiðum grundvelli. 

Bókun vegna deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Hvolsvallar
Tillaga að nýju miðbæjarskipulagi á Hvolsvelli er tilkomið vegna þess að skipulagið sem er í gildi var talið of þétt og of mikið af byggingarmagni á litlu og viðkvæmu svæði. Svæði sem afmarkast af Austurvegi, Hlíðarvegi, Hvolsvegi og Vallarbraut. Samkvæmt íbúavefnum og íbúafundum vilja íbúar meira grænt svæði í miðbæinn en nýja deiliskipulagstillagan á umræddu svæði gerir aðeins ráð fyrir fækkun á byggingarmagni um ca 27 %. Minnkun á byggingarmagni er að mestu til komið vegna þess að annars vegar er bílakjallari ekki lengur til staðar og hins vegar vegna breytinga á íbúðarhúsnæði í miðbænum. Í nýrri tillögu er íbúðabyggðin öll austast í skipulaginu á bak við Austurveg 4 og Austurveg 2. Byggingarreitirnir þrengja verulega að Austuvegi 4. Þeir hindra meðal annars mögulega stækkun á Austuvegi 4, aðkomu fyrir vörur að verslun og þrengja einnig að bílastæðum sem er vöntun á í tillögunni. Tillagan gengur einnig óþarfa mikið á grænt svæði, en byggingar eru ekki afturkræfar þegar þær hafa verið reistar. Skynsamlegt er að fullnýta ekki allt svæðið undir íbúðabyggð, sveitarfélagið á nóg af landi undir íbúðalóðir, þ.e.a.s. norðan/vestan við núverandi byggð. 
Í ljósi þessa er rétt að falla frá því að gera Sóleyjargötu og sleppa lóðum nr. 1-3 og 5-9 við Sóleyjargötu. Hafa einungis íbúðir við Hlíðarveg/Vallarbraut með aðkomu frá Hlíðarvegi og/eða frá Vallarbraut. Með því er verið að gefa framtíðinni tækifæri á að efla þjónustu og verslun við Austurveg 4 og halda stærri hluta af miðbænum sem grænu svæði. 
Þegar vinnan við nýtt miðbæjarskipulag hófst var ekki vitað hversu umfangsmikil starfsemin á annarri hæð við Austurvegi 4 yrði. Núna er ljóst að þar verða um 20 manns með starfstöð. Starfsemin kallar á um 30 bílastæði, þar af eru m.a. 3-4 fyrirtækjabílar og þar fyrir utan viðskiptavinir sem sækja þangað þjónustu. Ef tekin eru 5 bílastæði og eitt bílastæði fyrir fatlaða fyrir Eldstó sem er við Austurveg 2 þá eru eftir samtals 52 bílastæði (þar af eru 7 stæði sem eru fyrir miðbæjartúnið) og tvö fyrir fatlaða fyrir alla starfsemi við Austurveg 4. Auk þess er ekki gert ráð fyrir bílastæðum fyrir ökutæki með dráttarvagna. Þá er ekki of mörg bílastæði eftir fyrir alla aðra starfsemi að Austurvegi 4. 
Sveitarstjórn sem er jafnframt vinnuhópurinn sem vann þessa vinnu ásamt skipulagsráðgjafa og skipulagsfulltrúa eru hvött til að skoða tillöguna betur m.t.t. þeirra þátta sem hér hafa verið nefndir.

Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður skipulagsnefndar

Sveitarstjórn samþykkir að vísa bókun formanns skipulagsnefndar til starfshóps endurskoðunar deiliskipulags miðbæjarsvæðisins.  

Stækkun á miðbæjarsvæðinu
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gera göturnar Hlíðaveg og Hvolsveg hluta af miðbæjarskipulaginu á Hvolsvelli. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Hlíðarvegi, Hvolsvegi og Vallarbraut en þar er ekkert skipulag í dag. Við þessar götur er blönduð byggð sem á vel við í miðbæjarskipulaginu. Auk íbúðahúsa þá er þar er að finna Hótel, gististaði, veitingastaði, snyrtistofu, húsnæði Rauða Krossins, Leikskóla, vélaverkstæði, söfn, sýningar, upplýsingamiðstöð ásamt verslun, Lögreglustöð og slökkvistöð. 
Sveitarstjórn samþykkir að taka tillöguna til skoðunnar. 


12.1801025Hvolsvöllur – Auglýsing um lóðaúthlutanir
Lóðir í Gunnarsgerði, Hvolstúni og við Nýbýlaveg hafa verið auglýstar til úthlutunar. Umsóknarfrestur var til 31. janúar 2018. All bárust 6 umsóknir um lóðirnar. 
Um lóðina Nýbýlaveg 48, bárust tvær umsóknir og því þarf að draga um útlhutun þeirrar lóðar á fundi sveitarstjórnar. 
Eðalbyggingar kt. 470406-1430, sækir um lóðina Gunnarsgerði 4. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Eðalbyggingar kt. 470406-1430, sækir um lóðina Nýbýlavegur 46. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Stjörnumót ehf. kt. 500306-2380, sækir um lóðina Hvolstún 25. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Stjörnumót ehf. kt. 500306-2380, sækir um lóðina Hvolstún 27. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Dregið er um úthlutun lóðarinnar Nýbýlavegur 48, að viðstöddum settum sýslumanni. Umsækjendur eru Húskarlar ehf. og Stjörnumót. Sá sem hlýtur lóðina er Stjörnumót ehf. kt. 500306-2380.
Sveitarstjórn staðfestir lóðaúthlutanirnar. 
Fundargerð skipulagsnefndar staðfest að öðru leiti.

Fundargerðir:
1.1802013 29. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu bs. 5.2.2018.
Liður 1: Sveitarstjórn samþykkir að gera upp Lífeyriskröfu Brúar lífeyrissjóðs við Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýlsu bs. skv. þeim forsendum sem stjórnin leggur til. Heildarkrafa til byggðarsamlagsins er kr. 25.821.254. Fundargerðin staðfest að öðru leiti.
2.1802006 528. fundur stjórnar SASS. 11. - 12.01.2018. Staðfest.
3.1802007 184. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 25.01.2018.
Liður g: Sveitarstjórn hefur samþykkt að gera upp við SASS vegna Brúar-lífeyriskröfu heilbrigðiseftirlitsins skv. 4. dagskrárlið erinda til afgreiðslu hér að ofan. Fundargerðin staðfest að öðru leiti. 
4.1802009 856. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 26.01.2018. Staðfest.
5.1802017 263. fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands. 30.01.2018. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1802003 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Skoðun á samningum um samstarf sveitarfélaga.
Sveitarstjóra falið að afgreiða erindið.
2.1802005 Þjóðskrá Íslands: Tilkynning til sveitarfélaga vegna breytingar á skráningum jarða í fasteignaskrá.
Erindið hefur verið sent skipulagsfulltrúa til afgreiðslu.
3.1802010 Samband íslenskra sveitarfélaga: Upplýsingar vegna samþykktar sveitarstjórnar frá 24. janúar 2018 um lífeyrismál.
4.1802011 Samband íslenskra sveitarfélaga: Innleiðing grunnskóla í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli og nýjum persónuverndarlögum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:14