- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
241. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, miðvikudaginn 20. júní 2018, kl. 12:00.
Mætt: Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Viðarsson, Rafn Bergsson, Guri Hilstad Ólason, varamaður Lilju Einarsdóttur, Christiane L. Bahner og Benedikt Benediktsson varaoddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum í fjarveru Lilju Einarsdóttur.
Fundargerð ritaði Ísólfur Gylfi Pálmason, f.v. sveitarstjóri í fjarveru Árný Láru Karvelsdóttur.
Gengið var til formlegrar dagskrár: Samþykkt að bæta trunaðarmáli inná dagskrá fundarins.
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboð.
Erindi til sveitarstjórnar:
1. 1806040 Ráðningarsamningur sveitarstjóra. Undir þessum dagskrárlið vék Anton Kári Halldórsson af fundi. Oddviti kynnti drög að ráðningarsamningi fór yfir það að samningurinn er byggður á samningi fráfarandi sveitarstjóra og fyrrum sveitarstjórum sveitarfélagsins. Við gerð samningsins hafði vara oddviti kynnt sér sambærilega samninga við sveitarstjóra á Suðurlandi og víðar um land. Samningurinn lagður fram til samþykktar samþykkt með fimm atkvæðum, BB, RB, GV,GHÓ, EFS, en CLB á móti.
CLB fulltrúi L listans bókar eftirfarandi: Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu þar sem ég er á móti því að sitjandi sveitarstjórnarmaður verði ráðinn sveitarstjóri. Jafnframt tel ég launin vera of há miðað við starfsreynslu og menntun viðkomandi aðila, þó að vinnuálag og ábyrgð séu vissulega há. Auk þess er ráðningartímabilið of stutt að mínu mati.
Að dagskrárlið þessum afgreiddum kom Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri á ný til fundar.
2. Tillögur um skipun í nefndir, samstarfsráð og stjórnir sbr. 49. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra frá 2014. Eftirtaldir einstaklingar skipa viðkomandi nefndir:
Aðalmaður Varamaður
Fagráð Sögusetursins (5):
Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir Þóra Kristín Þórðardóttir
Óli Jón Ólason Bjarki Oddsson
Friðrik Erlingsson Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
Guðmundur Jón Viðarsson Harpa Mjöll Kjartansdóttir
Þuríður Vala Ólafsdóttir Christiane L. Bahner
Héraðsbókasafn Rangæinga, stjórn (3):
Lárus Ágúst Bragason Katrín Óskarsdóttir
Agnes Antonsdóttir Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir
Kristján Guðmundsson Christiane L. Bahner
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd (5):
Þorsteinn Jónsson Benedikt Benediktsson
Ingibjörg Erlingsdóttir Majken E. Jörgensen
Katrín Birna Viðarsdóttir Ragnhildur Birna Jónsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir Páll Eggertsson
Hallur Björgvinsson Sigurmundur Páll Jónsson
Velferðarnefnd (5):
Elín Fríða Sigurðardóttir Harpa Mjöll Kjartansdóttir
Kristján Friðrik Kristjánsson Ragnheiður Jónsdóttir
Guri Hilstad Ólason Ingibjörg Marmundsdóttir
Adolf Árnason Bjarki Oddsson
Christiane L. Bahner Anna Runólfsdóttir
Yfirkjörstjórn (3): Afgreiðslu frestað.
Sveitarstjórn staðfestir nefndarskipunina.
3. 1806028 Kirkjuhvoll: Ársreikningur 2017. Undir þessum dagskrárlið kom Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri til fundarins og gerði grein fyrir reikningnum. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð að upphæð kr. 45.127.944. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með rekstrarniðurstöðuna og færir hjúkrunarforstjóra og starfsfólki þakkir sínar. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritar reikninginn.
4. 1801006 Kaupsamningur: Land Stórólfsvallar. Oddviti kynnti kaupsamninginn en fráfarandi sveitarstjórn hafði áður samþykkt að ganga til samninga við Héraðsnefnd Rangæinga um kaup á eftirstandandi landi Stórólfsvalla. Kaupverð er kr. 121.286.000, en eignarhlutur Rangárþings eystra er 47.07% en verður 100% í eigu sveitarfélagsins. Hér er um mikið framtíðarmál að ræða og tryggir þéttbýli á Hvolsvelli land til framtíðar. Innifalið í kaupunum er einnig veiðiréttur í Eystri Rangá.
Sveitarstjórn samþykkir kaupsamninginn.
5. 1806032 Luxury Adventures: Reising tjaldbúða við Hellisvelli í Fljótshlíð. Oddviti kynnti erindið.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
6. 1805035 Bréf stjórnar Leikfélags Austur Eyfellinga dags. 04.05.2018. Oddviti kynnti erindið sem fjallar um félagsheimilalög og húsreglur fyrir Félagsheimilið Fossbúð undirritað af formanni félagsins.
Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn leikfélagsins.
7. 1806030 Tillaga vegna skuldbindinga Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við BRÚ lífeyrissjóð. Oddviti kynnti erindið sem kemur frá sveitarstjórn Rangárþings ytra. Sveitarstjórn leggur til að mál þetta verði tekið fyrir á ársfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til umræðu og eftirfylgni.
8. 1802029 Landbótasjóður 2018: Staðfestingarblað vegna styrkja úr Landbótarsjóði 2018. Oddviti kynnti erindið. Um árabil hefur sveitarfélagið hlotið styrk úr Landbótasjóði vegna friðunar og uppgræðslu á Emstrum.
Sveitarstjóra falið að ganga frá staðfestingarblaðinu og að unnið verði í samræmi við styrkumsóknina. Landbúnaðarnefnd falið að yfirfara fyrikomulag með uppgræðslu og umsýslu á afréttum í sveitarfélaginu.
9. 1806029 Íslensk orkumiðlun: Fyrirspurn um raforkukaup Rangárþings eystra. Oddviti kynnti erindið þar sem óskað er eftir upplýsingum um raforkukaup sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurninni.
10. 1806037 OneSystems: Tilboð í fundargátt. Oddviti lagði fram tilboð sem sveitarstjóri hefur fengið í fundargátt sem tilheyrir One systems og er málakerfi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum.
11. 1806038 Sumarleyfi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir tillögu að sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 8. gr. 3 kafla um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með störf og ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur ella skv. 31. gr. 3. kafla um stjórn Rangárþings eystra. Sumarleyfi er frá 20. júní til 29. ágúst 2018. Þess má geta að byggðarráð fundar að jafnaði síðasta fimmtudag í mánuði.
12. Trúnáðarmál: Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerðir:
1. 1806033 196. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 11.06.2018 og ársreikningur 2017. Staðfest.
2. 1806034 533. fundur stjórnar SASS. Staðfest.
3. 1806031 187. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 31.05.2018 og ársreikningur 2017. Staðfest.
Mál til kynningar:
1. 1802025 Hvolsskóli: Eftirfylgni með úttekt Menntamálastofnunar í nóvember 2017. Skólastjóra hefur verið sent erindið til afgreiðslu.
2. 1806035 Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar: Ferðamenn í Rangárþingi eystra 2008 – 2017.
3. 1806005 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Rekstrarleyfi: Aurora Lodge Hotel.
Fleira ekki rætt fundi slitið kl. 13:30
Benedikt Benediktsson Guri Hilstad Ólason
Rafn Bergsson Anton Kári Halldórsson
Elín Fríða Sigurðardóttir Guðmundur Viðarsson
Christiane L. Bahner