Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

243. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, miðvikudaginn 3. október 2018, kl. 12:00.
Mætt:   Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir, varamaður, Guðmundar Viðarssonar, Benedikt Benediktsson, Rafn Bergsson, Arnar Gauti Markússon, varamaður Christiane L. Bahner, og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Angelía Fjóla og Arnar Gauti eru boðin sérstaklega velkomin á fyrsta fund sveitarstjórnar.
Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Mál til afgreiðslu:
1. 1809048 Lokun skrifstofu VÍS á Hvolsvelli.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gagnrýnir harðlega þá stefnu VÍS að loka skrifstofum sínum á landsbyggðinni með það að leiðarljósi að auka rafræna stjórnsýslu fyrirtækisins. Slík breyting ætti einmitt að fela í sér það tækifæri að reka þjónustuskrifstofur hvar sem er á landinu. VÍS hefur rekið þjónustuskrifstofu á Hvolsvelli frá því að fyrirtækið var stofnað en nú hefur skrifstofunni verið lokað. Með því flytjast mikilvæg störf úr héraði sem getur einnig valdið keðjuverkandi áhrifum á önnur störf innan sveitarfélagsins, auk þeirrar þjónustuskerðingar sem íbúar verða fyrir. Með tilliti til lokunarinnar og stefnu fyrirtækisins sér sveitarfélagið Rangárþing eystra sig knúið til að leita tilboða í sínar tryggingar hjá öðrum þjónustuaðilum.
2. 1809037 Beiðni um styrk: Dagur sauðkindarinnar.
Samþykkt að styrkja Dag sauðkindarinnar um 50.000 kr.
3. 1809038 Fyrirspurn varðandi mögulega leikskóladeild á Heimalandi.
Sveitarstjóra falið að funda með bréfriturum og kanna grundvöll.
4. 1809039 Umsókn um skólavist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
5. 1809044 Búðahóll – Umsögn vegna rekstrarleyfis.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sínum umsögnum.
6. 1807016 Ormsvöllur 12 – Umsögn vegna rekstrarleyfis.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sínum umsögnum. 
AGM situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun L-lista.
L-listinn situr hjá vegna þess að við teljum að skattpeningar íbúa sveitarfélagsins eigi ekki að fara í niðurgreiðslu eða rekstur á veitingahúsum.

Bókun B og D lista. 
Meirihluti sveitarstjórnar bendir á að um er að ræða umsögn vegna rekstrarleyfis. Umræddur staður og leyfisumsækjandi uppfyllir þau skilyrði sem til þarf og því engin rök fyrir öðru en að veita jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfis þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sínum umsögnum. 
Samningur sveitarfélagsins og rekstraraðila um rekstur Sögusetursins hefur ekkert með veitingu rekstrarleyfis að gera.


Fundargerðir:
1. 1809054 62. Fundur skipulagsnefndar 2.10.2018. 

SKIPULAGSMÁL:
1. 1809050Hellishólar – Deiliskipulag - Breyting
2. 1809055Moldnúpur 2 – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
3. 1809056Miðkriki – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
4. 1809057Hellishólar – Framlenging á stöðuleyfi
5. 1809058Steinmóðarbær- Uppbygging ferðaþjónustu
6. 1809059Miðtún 2 – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
7. 1809060Hvolsvöllur – Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn
8. 1809061Gunnarsgerði – Umsókn um lóð
9. 1511092Hvolsvöllur, miðbær – Deiliskipulag
10. 1810002Skóla- og íþróttasvæði – Deiliskipulag
11. 1710059Hvolsvöllur – Deiliskipulag nýrra íbúðasvæða
12. 1806024Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra
13. 1810003Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 - Endurskoðun

SKIPULAGSMÁL:

1. 1809050Hellishólar – Deiliskipulag - Breyting
Hellishólar ehf. og aðrir lóðarhafar sækja um heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir Hellishóla. Breytingin felst í að 10 lóðum við Réttarmóa og 3 lóðum við Gimbratún er breytt úr frístundalóðum í íbúðarlóðir. Unnin er samhliða breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

2. 1809055Moldnúpur 2 – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Óskað er eftir skráningu á lóð út úr Moldnúpi 2 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU. Nýja lóðin fær heitið Moldnúpur 2a.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin og heitið á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðinni. 

3. 1809056Miðkriki – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Þorvaldur Ágústsson óskar eftir skráningu á lóð út úr Miðkrika skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU. Nýja lóðin fær heitið Miðkriki 2.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin og heitið á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðinni. 
 
4. 1809057Hellishólar – Framlenging á stöðuleyfi
Kjartan Kópsson óskar eftir því að stöðuleyfi, sem veitt var til eins árs í des 2017, verði framlengt um eitt ár frá og með sept 2018 til sept 2019.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 12 mánaða með því skilyrði að teikningar og umsókn um byggingarleyfi fyrir fyrirhuguðu sumarhúsi verði lagðar inn til byggingarfulltrúa innan 12 mánaða frá veitingu stöðuleyfis.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

5. 1809058Steinmóðarbær- Uppbygging ferðaþjónustu
Sævar Þór Hallgrímsson óskar eftr áliti Skipulagsnefndar varðandi mögulega uppbyggingu ferðaþjónustu í landi Steinmóðarbæjar (15 ha landspilda fyrir sunnan þjóðveg).
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Til þess að hægt sé að taka formlega afstöðu til fyrirspurnarinnar þarf að vinna nánari tillögu að skipulagningu svæðisins.
Svetiarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

6. 1809059Miðtún 2 – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Faco ehf / Eysteinn Arason óska eftir skráningu á lóð út úr Miðtúni 2 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. Nýja lóðin fær heitið Miðtún 2a. Einnig er óskað eftir staðfestingu á leiðréttum landamerkjum. 
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin, heitið á lóðinni og leiðrétt landamerki.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin, heitið á lóðinni og leiðrétt landamerki. 

7. 1809060Hvolsvöllur – Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn
Hallgrímur Rögnvaldsson óskar eftir því að fá stöðuleyfi fyrri veitingavagn í miðbæ Hvolsvallar, n.t.t. þar sem A-bústaður er staðsettur (við hliðina á pósthúsi).
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir fund að nýju. 

8. 1809061Gunnarsgerði – Umsókn um lóð
Hildur Þóra Þorvaldsdóttir og Geir Sigurðsson Waage óska eftir að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 8 undir einbýlishús.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Elín Fríða Sigurðardóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar. 

9. 1511092Hvolsvöllur, miðbær – Deiliskipulag
Rangárþing eystra hefur á undanförnum misserum verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 4 atkvæðum AKH, ES, VJ, LE. 
AR situr hjá við afgreiðsluna og óskar eftir að bóka eftirfarandi. 
AR Leggur til að farið verði yfir tæknilega útfærslu á hönnun hringvegarins áður en tillagan er auglýst. 
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10. 1810002Skóla- og íþróttasvæði – Deiliskipulag
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði undirbúningur á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir skóla- og íþróttasvæði. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsnefnd, sveitarstjórn og stjórnendur stofnana sem við eiga myndi starfshóp um málið. Sveitarstjóra falið að boða til fyrsta fundar í nóvember. 

11. 1710059Hvolsvöllur – Deiliskipulag nýrra íbúðasvæða
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við hönnun og útfærslu á nýjum íbúðasvæðum á Hvolsvelli skv. gildandi aðalskipulagi. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

12. 1806024Húsnæðisáætlun Rangárþngs eystra
Drög að húsnæðisáætlun Rangárþings eystra, lögð fyrir nefndina til kynningar. 
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að vinna áfram að gerð húsnæðisáætlunar. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
 
13. 1810003Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 – Endurskoðun
Farið yfir gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Í byrjun hvers kjörtímabils þarf sveitarstjórn að meta hvort ráðast skuli í endurskoðun aðalskipulags í heild eða að hluta. Mat nefndarinnar er að aðalskipulag Rangárþings eystra þarfnist endurskoðunar og beinir því til sveitarstjórnar að hefja undirbúning að þeirri vinnu.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

Sveitarstjórn staðfestir 62. fundargerð í heild sinni.  

2. 1809035 23. fundur menningarnefndar. 25.09.2018. Staðfest.
Varðandi lið 2 undir Önnur mál: Sveitarstjóra falið að kanna málefni Nínulundar.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni yfir atorkusemi nýrrar menningarnefndar.
3. 1809047 33. fundur heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. 24.09.2018. Staðfest.
Liður 3: Sveitarstjórn samþykkir að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar í samræmi við tillögur nefndarinnar til reynslu fram að áramótum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að breyttur opnunartími verði vel auglýstur til að hann nýtist sem flestum.
4. 1809041 Aðalfundur Hulu bs. 24.09.2018. Staðfest.
5. 1809042 Stjórnarfundur í Hulu bs. 24.09.2018. Staðfest.
6. 1809053 190. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 26.09.2018. Staðfest.

Mál til kynningar
1. Fjárhagsáætlun 2019. 
2. 1810001 Aukavinna sveitarstjórnarmanna. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:09