- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
25. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar var í Hvolnum, Pálsstofu, miðvikudaginn 31. ágúst 2016 kl: 16:30. Mætt voru Bjarki Oddsson, Lárus Viðar Stefánsson, Jónas Bergmann, Anna Rún Einarsdóttir, Bóel Anna og Ólafur Örn íþrótta - og æskulýðsfulltrúi sem ritaði fundargerð.
1.Fjárhagsáætlun.
Rætt var um að fá grassérfræðing til þess að gera úttekt á grassvæðinu, bæði á keppnis- og æfingasvæði. Umræða um gervigras og var Ólafur Örn beðin að athuga hvað gervigras völlur kostar.
Umræða um leikssvæðin í sveitarfélaginu og lagt til að við Gamla Róló verði gerður betri með fleiri leiktækjum. Eins þarf að sinna viðhaldi á leiksvæðunum.
Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd leggur til að keyptur verði Folf völlur. Um er að ræða völl með 9 eða 18 holum víðsvegar um þorpi þar sem markmiðið er að kasta ,,frisbe“ disk í þar til gerðar holur. Þetta er leikur sem er ekki ósvipaður golfi nema í Folfi á að kasta en ekki slá.
Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að skoðaður verður sá möguleiki að hafa torfæruhjólabraut á Hvolsvelli. Öldurnar eru talinn góður staður fyrir slíka braut.
2.Heilsueflandi september.
Ræddar voru hugmyndir sem hægt væri að nota til að virkja íbúa til hreyfingar og heilsueflingar.
3.Félagsmiðstöðin.
Ný og glæsileg félagsmiðstöð mun opna í september og voru ræddar hugmyndir að opnunarkvöldi. Nefndin telur mjög mikilvægt að hraðahindrun notuð til að hægja á umferð við félagsmiðstöðina og eins að lýsing í kringum hana og göngustígum í kring verið með besta móti.
4.Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi.
Ólafur Örn sagði frá ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem verður haldin í Hvolnum á Hvolsvelli dagana 28-29. september 2016. Markmið með ráðstefnunni er m.a. að virkja og styðja við ungmennaráð á svæðinu, huga að gagnabanka/handbók fyrir ungmennaráð, að ungmennaráð séu sýnileg í sínu sveitarstjórnum. Ungmennaráð Rangárþings eystra mun senda sína fulltrúa og starfmann á ráðstefnuna.
5.Önnur mál.
Íþróttamiðstöðin var rædd og veltu menn m.a. fyrir sér aðsókn í sundlaugina í sumar og var Ólafur Örn beðinn um að koma með aðgangstölur á næsta fund.
Fundi slitið kl. 18:00