Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd
26. fundur Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar var haldinn í Hvolnum, Pálsstofu, þriðjudaginn 25. októrber 2016 kl. 16:30. Mætt voru: Bjarki Oddsson formaður, Lárus Viðar Stefánsson varaformaður, Jónas Bergmann, Bóel Anna,  Ólafur Örn íþrótta og æskulýðsfulltrúi og Þröstur Freyr Sigfússon sem verður gestur undir 1. lið.

1)FÉLAGSMIÐSTÖÐIN –  gestur Þröstur  Freyr
a.Ný félagsmiðstöð, staðan. Húsnæðið er á eftir áætlun en gera má ráð fyrir því að félagsmiðstöðin verði tilbúin til notkunar í lok nóvember. Þá á eftir að raða inn húsgöngum, mála og þessháttar. Ungmennahús verður sett á laggirnar. Þröstur fór yfir starfið í vetur og það sem framundan er. 
b.Hvað vantar í félagsmiðstöðina? Þröstur hefur haft samband við félagasamtök og aðra um gjafir í félagsmiðstöðina. Eldhús áhöld og sófa, playstation, borðtennis voru meðal atriða sem voru nefnd. Einnig verður að passa að ljós og hraðahindrun við félagmiðstöðina verði klárt áður en opnað verður. 
c.Skoða þarf vandlega hvort einn starfsmaður sé of lítið miðað við þann fjölda sem mætir í félagsmiðstöðina. Lagt var til að auglýst yrði eftir starfsmanni með Þresti.

2)SUNDLAUGIN – Ólafur Örn 
a.Aðsókn í sundlaug á þessu ári. Tæplega 30.000 gestir hafa mætt í sund á þessu ári. Á sama tíma í fyrra voru það 2015 rúmlega 30.000. Tekjur hafa hinsvegar aukist vegna hækkandi miðaverðs. Nefndin lagið til að sundlaugin yrði auglýst vel við þjóðveginn sem og leiðbeiningar um þorpið hvernig komast megi í sundlaugina.
b.Opnunartími sundlaugar. Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd leggur til að opnunartími verði lengdur um helgar og verði 10:00-17:00 um helgar sept - apr. Að loka kl. 15:00 um helgar er barn síns tíma og með góða sundlaug og eins glæsilegri líkamsrækt og raun er á gætum við hæglega aukið aðsókn í íþróttamiðstöðnina um helgar. Þetta yrði aukin þjónusta við íbúa sveitarfélagsins. 
c.Hugmyndir fyrir næsta ár. Nefndin kallar eftir deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið og leggur að skipulagi á sundlaugarsvæðinu verði hraðað. Mögulega væri hægt að taka sundlaugasvæðið sérstaklega ef löng bið veður á heildarskipulagi. Sérstaklega þarf að huga að heitum pottum. 
d.Gjaldskrá 2017. Nefndin leggur til að stakir miðar hækki í  800 krónur en annað verði óbreytt. 


3)Málaflokkurinn – Ólafur Örn 
a.Nýr samningur við Dímon – gamli samningur í viðhengi. Samningurinn rennur út núna um áramótin og þörf er á nýjum samningi. Óskað var eftir upplýsingum um stöðuna á umsókn íþróttafélgasins Dímon um að vera Fyrirmyndarfélag ÍSI fyrir næsta fund. 
b.Move week í maí – hugmyndir? Ólafur sagði frá því að move week, alþjóðleg hreyfivika, verður 29. maí – 4. júní á næsta ári og voru nefnarmenn beðnir um að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug fyrir næsta fund. 
c.Rekstrarhandbók um leiktæki, kynning. Útbúin hefur verið rekstrarhandbók um öll leiktæki sem eru á opinberum svæðum í sveitarfélaginu. Ábyrgð með þeim hafa Ólafur Örn íþrótta og æskulýðsfulltrúi, Birna Sigurðardóttir skólastjóri Hvolsskóla og Anna Kristín leikskólastjóri
d.Nýtt ungmennaráð. Nýtt ungmennaráð var kynnt en í því eru: 
Ástríður Björk frá Hvolsskóla
María Júlíusdóttir frá Félagsmiðstöðinni
Kolbrún Bergmann frá KFR
Dagur Ágústsson frá framhaldsskóla
Kristrún Ósk Baldursdóttir frá framhaldsskóla
Agnes Hlín Pétursdóttir frá Björgunarsveitinni.
Elín Elva Sigurðardóttir frá Dímon.

e.Forvarnarnámskeið Stóra forvarnarhópsins. Ólafur sagði frá forvarnarnámskeiði sem Stóri forvarnarhópur Rangárvalla sýslu stendur fyrir og verður í umsjón Bjarna Fritzsonar og Kristínar Tómasdóttur. Námskeiðið er fyrir nemendur úr 6. – 8. bekk grunnskólana úr sýslunni

4)Önnur mál.
Lagt var til að erindisbréfi Ungmennaráðs yrði breytt og Ungmennaráð fengi að velja sér formann sjálf í stað þess að Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd myndi velja formann. 


Fundi slitið kl 18:30