- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Vegna tæknilegra örðugleika þá vantaði upphafsmínútur streymis frá 304. fundi sveitarstjórnar sem fram fór í dag, fimmtudaginn 10. nóvember.
Tómas Birgir Magnússon fór þá yfir þá sem fundinn sátu en það voru auk hans, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson, varamaður Antons Kára Halldórssonar, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson og Kolbrá Lóa Ágústsdóttir, varamaður Bjarka Oddssonar. Kolbrá Lóa er aðeins tvítug að aldri og því yngsti fulltrúi sem tekið hefur sæti á fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra en hún er fædd 2002, sama ár og Rangárþing eystra varð til eftir sameiningu gömlu hreppanna. Kolbrá Lóa var boðin hjartanlega velkomin til starfa. Einnig sat Margrét Jóna Ísólfsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri, fundinn en ásamt því að vera ritari sveitarstjórnar þá sat hún nú sem staðgengill sveitarstjóra.
Um tæknistjórn sá Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Á þessum upphafsmínútum las Tómas Birgir einnig upp minnisblað sveitarstjóra en það má finna hér: Minnisblað sveitarstjóra