- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
32. fundur í heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra, haldinn mánudaginn 17. september 2018, kl. 16:30 á sveitarstjórnarskrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Sigurður Þór Þórhallsson, Páll Eggertsson, Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir, Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. Þóra Kristín Þórðardóttir boðaði forföll og í hennar stað er mætt Anna Rún Einarsdóttir.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara
2.Ritun fundargerða
3.Félagsmiðstöðin og málefni hennar. Þröstur Freyr Sigfússon forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar.
4.Ungmennaráð
5.Heilsuvika Rangárþings eystra
6.Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar
7.1806063 Stjórn íþróttafélagsins Dímons; Beiðni um þátttöku í kostnaði. Erindinu vísað af sveitarstjórn til nefndarinnar
8.Önnur mál
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara
Anton Kári Halldórsson leggur fram tillögu um að Páll Eggertsson verði formaður, Sigurður Þór Þórhallsson varaformaður og Ólafur Örn Oddsson ritari og starfsmaður nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
2.Ritun fundargerða
Anton Kári fer yfir ritun fundargerða og hvetur nefndarmenn til þess að kynna sér reglur þar að lútandi.
3.Félagsmiðstöðin og málefni hennar. Þröstur Freyr Sigfússon forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar.
Þröstur Freyr Sigfússon mætti til fundarins og fór yfir málefni félagsmiðstöðvarinnar. Mikið starf hefur verið í gangi á undanförnu ári og húsnæðið verið mikið notað. Að flestur leyti hefur gengið vel, en bæta þarf umgengni á vissum tímum. Dagskrá vetrarins fer að liggja fyrir. Nýbreitni að opið sé seinni part föstudaga, hefur komið vel út og er vel sótt. Upplýsingar um opnunartíma dagskrá ofl. verða aðgengilegar á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins. Ungmennahús verður áfram opið í vetur. Rætt um aðgengismál að félagsmiðstöðinni. Hljóðvistarsérfræðingur mun koma og fljótlega og skoðar. Þröstur fór yfir það sem þarf að laga rúða, húsgögn ofl. Þröstur fór yfir starfsmannamál.
Anton Kári yfirgaf fundinn og Ólafur Örn tók við ritun fundargerðar.
4.Ungmennaráð
Ólafur Örn fór yfir starfsemi ungmennaráðs og nefndarmenn ræddu ungmennaráð. Rætt um að það þurfi koma málefnum til þeirra til að virkja þau sem best.
5.Heilsuvika Rangárþings eystra
Rætt var um að hafa heilsumánuð október og nefndin myndi taka að sér skipulagsvinnu og kalla til ráðgjafa í skipulagsvinnu. Lagt til að hafa fund eftir viku 24. sept, kl 17:00.
6.Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar
Ólafur Örn forstöðumaður var beðinn um að koma með kostnaðartölur ef opnunartíminn lengist um tvo tíma t.d. kl: 9-16 eða kl:10-17 um helgar og hugsanlega loka um einhverja hátíðisdaga.
9.1806063 Stjórn íþróttafélagsins Dímons; Beiðni um þátttöku í kostnaði. Erindinu vísað af sveitarstjórn til nefndarinnar
HÍÆ nefnd samþykkir að taka að greiða og græja vagna og búnað undir áhöld og uppsetningu á þeim. Íþróttafélagið Dímon greiðar þá kostanað við dýnur.
10.Önnur mál
Rætt var um þann möguleika á að fá annan æfingasal í íþróttahúsinu. Áhaldageymslan kæmi til greina til að byrja með en ákveðið var að taka þá umræðu á næsta fundi. Miki þörf er á að fá lítinn sal fyrir litla hópa t.d glímu, taekwondó, yoga, einkaþjálfun, ofl.
Fundi slitið kl. 17:36