- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundargerð
5. fundur Velferðarnefndar Rangárþings eystra haldinn í Pálsstofu, Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 20:30.
Mættir: Ásta Halla Ólafsdóttir, Bergur Pálsson, Christiane L. Bahner, Katarzyna Krupinska, Kristján Fr. Kristjánsson.
1. Fundarsetning
Bergur Pálsson, formaður, setur fundinn.
2. Kosning varaformanns og ritara
Lagt er til að Katarzyna Krupinska verði varaformaður og Christiane L. Bahner ritari.
Samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð síðasta fundar lögð til undirritunar.
4. Málefni Kirkjuhvols.
Sólveig Eysteinsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli, mætir.
Sólveig upplýsir um húsnæðisvandamál og rekstrarvandamál Kirkjuhvols, en þau tengjast helst brýnni þörf á viðbyggingu og veitingu fleiri hjúkrunarrýma. Umsókn um lánveitingu fyrir viðbyggingu til Framkvæmdasjóðs aldraðra er aftur í vinnslu. Velferðarnefnd býður fram aðstoð sína við umsóknina.
Sólveig upplýsir einnig um starfsmannamál, daglegt starf, vistunarmat og fleiri þætti. Hún segir frá því að hún sé í hópi sem undirbýr námskeið fyrir eldri borgara um umsóknarferlið til hjúkrunarheimila.
5. Fréttir af SASS fundi.
Christiane L. Bahner segir frá því sem fram kom á ársþingi SASS um málefni fatlaðra í Rangárþingi eystra. Ákveðið er að afla frekari upplýsinga og taka málefnið til umræðu á síðari fundi.
6. Undirbúningur næsta fundar.
Ákveðið er að boða uppýsingafulltrúa innflytjenda (starfsmann sveitarfélagsing sem vinnur að málefnum erlendra íbúa) á næsta fund.
7. Önnur mál.
Fundi slitið kl. 21:55.