- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundargerð
8. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra haldinn
miðvikudaginn 8. maí 2013, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Haukur Guðni Kristjánsson, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Ólafur Rúnarsson fulltrúi.
Fundagerð ritaði Anton Kári Halldórsson
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1304004 Hrútafellskot – Deiliskipulag
1304018 Ytri-Skógar - Deiliskipulagsbreyting
BYGGINGARMÁL:
1305002 Stóra-Mörk 2, lóð – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
1305003 Koltursey – Byggingarleyfi fyrir hesthúsi
ÖNNUR MÁL:
1305004 Seljalandsfoss – Stöðuleyfi fyrir veitingavagni
1305005 Landeyjahöfn – Stöðuleyfi fyrir veitingavagni
1305006 Húsadalur – Leyfi fyrir minnisvarða
1305008 Tjaldsvæðið Hvolsvelli – Stöðuleyfi fyrir salernisaðstöðu
SKIPULAGSMÁL
1304004 Hrútafellskot – Deiliskipulag
Steinsholt sf. f.h. Ástu Skæringsdóttur leggur fram deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagið tekur til byggingar frístundahúss og endurbyggingar núverandi byggingar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Hilmar Þór Kristinsson f.h. Skógar Fateignafélag, óskar er eftir því að Rangárþing eystra láti vinna nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi Ytri-Skóga vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún hefji vinnu við nauðsynlegar breytingar á staðfestu deiliskipulagai Ytri-Skóga.
BYGGINGARMÁL:
1305002 Stóra-Mörk 2, lóð – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Ólafur Haukur Ólafsson kt.021164-5779, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús mhl.01 á lóðinni Stóra-Mörk 2, lóð 163841 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Ark-Aust, dags. 8. apríl 2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform. Sækja þarf um undanþágu skv. 1.tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.
1305003 Koltursey – Byggingarleyfi fyrir hesthúsi
Pétur Jónsson kt.300668-5509, sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi/reiðskemmu að Koltursey ln.213559, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Cedrus ehf. dags. 20. apríl 2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform.
ÖNNUR MÁL:
1305004 Seljalandsfoss – Stöðuleyfi fyrir veitingavagni
Heimir Hálfdanarson, Elísabet Þorvaldsdóttir og Atli Már Bjarnason, sækja um stöðuleyfi fyrir veitingavagni við bílastæðið við Seljalandsfoss skv. meðfylgjandi gögnum.
Kristján Ólafsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir veitingavagninum til 1. október 2013. Skriflegt leyfi allra landeiganda þarf að liggja fyrir áður en stöðuleyfi verður veitt, en umsækjendur eru meðal eigenda að hinu óskipta landi sem vagninn kemur til með að standa á. Nánari staðsetning vagnsins og umgengni um svæðið skal útfærð í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
Kristján Ólafsson kemur aftur til fundar.
1305005 Landeyjahöfn – Stöðuleyfi fyrir veitingavagni
Svavar Þorsteinsson f.h. Kvótasölunnar ehf. kt.590995-2079, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagni á bílastæðinu í Landeyjahöfn skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir veitingavagninum til eins árs.
1305006 Húsadalur – Leyfi fyrir minnisvarða
Halldór Óskarsson f.h. hóps aðstandenda og vina, óskar eftir leyfi til að setja upp minnisvarða um Óskar Sigurjónsson í Húsadal, Þórsmörk skv. meðfylgjandi gögnum.
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að settur verði upp minnisvarði um Óskar Sigurjónsson í Húsadal.
Anton Kári Halldórsson kemur aftur til fundar.
1305008 Tjaldsvæðið Hvolsvelli – Stöðuleyfi fyrir salernisaðstöðu
Rangárþing eystra kt.470602-2440, sækir um stöðuleyfi fyrir salernisaðstöðu á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir salernisaðstöðu til eins árs.
Fundi slitið kl. 11:20
__________________________ ______________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir Haukur Guðni Kristjánsson
__________________________ ______________________________
Kristján Ólafsson Elvar Eyvindsson
__________________________ ______________________________
Guðmundur Ólafsson Anton Kári Halldórsson
__________________________
Ólafur Rúnarsson