- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Skipulags- og byggingaembættið vinnur nú að heildstæðri viðhaldsáætlun vegna endurbóta á göngustígum og lýsingu á Hvolsvelli. Markmiðið er að tryggja betra aðgengi með upplýstum göngustígum, augljósum þverunum yfir akbrautir og lagfæra vegkanta. Í vinnu sem þessari er nauðsynlegt að fá álit íbúa á öllum aldri og eru íbúar því hvattir til að senda ábendingar á netfang aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa, thorabjorg@hvolsvollur.is.