Sveitarstjórn Rangárþings samþykki á fundi sínum þann 20.12.2021 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Rangárþings eystra skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er auglýst ásamt forsenduhefti og umhverfismatsskýrslu sbr. 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfismatsskýrslu, sveitarfélags- og þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvolsvöll og Ytri-Skóga ásamt séruppdráttum. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Tillögunni er ætlað að leysa af hólmi gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024. Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 á Hvolsvelli og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík frá og með 6. apríl 2022. Einnig má nálgast öll gögn tillögunnar rafrænt á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is.

Tillagan er auglýst frá og með frá 6. apríl með athugasemdafresti til 18. maí 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu berast skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur eða á netfangið bygg@hvolsvollur.is.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi