- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Aðgangskortin fyrir sorpeyðingu 2024 eru komin og má nálgast þau á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 á Hvolsvelli og á móttökustöðinni Strönd. Aðgangskortið er jafnframt klippikort sem inniheldur heimild til losunar á allt að 5 rúmmetrum af gjaldskyldum úrgangi. Fasteignaeigendur í Rangárvallasýslu sem greiða sorpeyðingargjald fá afhent eitt klippikort á ári.
Klippikortin veita aðgang að móttökusstöðinni á Strönd og því er nauðsynlegt að hafa klippikortið ávallt meðferðis hvort sem komið er með gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang. Hvert klipp á klippikortinu er upp á 0,25 m3 af gjaldskyldum úrgangi. Til viðmiðunar samsvarar 240l tunna eða fullur svartur ruslapoki 0,25 m3.
Hér má finna allar nánari upplýsingar um aðgangskortin/klippikortin og gjaldskyldan úrgang.