Starfsmenn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s. vilja koma þeim tilmælum til íbúa að hreinsa vel frá sorptunnum.
Sorphirða verður framkvæmd á Hellu og Hvolsvelli nú í komandi viku.
Við viljum biðja ykkur íbúa að tryggja að aðgengi að sorptunnum sé gott.
Ef aðgengi að tunnum er ekki gott verður losun ekki framkvæmd.
Sorphirða er líkamlega erfitt og slítandi starf í eðli sínu og því mikilvægt að hjálpast að við að létta störfin eins og hægt er með góðu og réttu aðgengi að ílátum.
Með kveðju
Starfsfólk Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s