Á gamlárskvöld verður brenna með hefðbundnum hætti á Hvolsvelli og verður kveikt upp í henni kl 18:00. Flugeldasýning hefst kl 18:15. Staðsetning á brennu og flugeldasýningu verður á túni norðan við götuna Halgerðartún.

Jólin verða svo kvödd í Rangárþingi eystra á þrettándanum en tvær þrettándabrennur og flugeldasýningar verða haldnar í sveitarfélaginu 3. og 4.janúar.

Við Skógarfoss heldur Ungmennafélagið Eyfellingur þrettándagleði með brennu og flugeldasýningu föstudaginn 3.janúar. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30. Heitt verður á könnunni eftir brennu í félagsheimilinu Fossbúð.

Í Fljótshlíð verður Álfadans, brenna og flugeldasýning við Goðaland laugardaginn 4.janúar og verður kveikt í brennunni klukkan 20:00. Álfar eru beðnir um að mæta klukkan 19:30. Eftir brennu verður heitt á könnunni í félagsheimilinu.

Á báðum stöðum er leyfilegt að mæta með stjörnuljós en gestir eru vinsamlegast beðnir um að skilja alla aðra skotelda eftir heima.

Björgunarsveitin Dagrenning sér um allar flugeldasýningar.

Hér má sjá glæsilega flugeldasýningu frá 2023

https://youtu.be/_QFM3TmFsII