- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hin árlega ljósmyndasýning áhugaljósmyndafélagsins 860+ var opnuð formlega í nýliðinni viku. Ljósmyndirnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og gefa miðbænum okkar áhugavert yfirbragð. Tómas Birgir Magnússon, oddviti, hélt smá tölu við opnunina sem var haldin á góðviðrisdegi og ljósmyndahópurinn gerði sér glaðan dag.
Við mælum með að allir leggi leið sína á miðbæjartúnið til að skoða myndirnar.
Baldur Ólafsson tók myndirnar frá opnuninni.