- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Árný Lára Karvelsdóttir hefur nú látið af störfum sem Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra en hún tekur við stöðu Héraðsskjalastjóra Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu þann 11. mars nk.
Búið er að auglýsa eftir nýjum Markaðs- og kynningarfulltrúa og er umsóknarfrestur til 18. mars nk. Það er Intellecta sem sér um ráðningarferlið en auglýsinguna má sjá hér. Þar til nýr starfsmaður tekur til starfa þá má senda erindi er eiga við málaflokkinn á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is eða hafa samband á skrifstofu Rangárþings eystra í síma 488 4200.
Árnýju Láru eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins sl. ár og óskað velfarnaðar í nýju starfi.