- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál í desember 2018
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Eystra-Seljaland – Aðalskipulagsbreyting og umhverfisskýrsla
Breytingin tekur til um 8,6 ha lands úr jörðinni Eystra-Seljaland, Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Fyrirhuguð er ferðaþjónusta á skipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir hóteli á eystri hluta þess. Ekki liggja þó fyrir nánari hugmyndir um aðra starfsemi.
Vesturskák – Aðalskipulagsbreyting og umhverfisskýrsla
Breytingin tekur til um 6,0 ha lands sem er upprunalega úr jörðinni Kirkjulækjarkot,
Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir því að hluta af núverandi frístundabyggð (F) verði breytt
í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Skipulagstillagan gerir ráð fyrir því að á umræddu svæði
rísi nýbyggingar fyrir ferðaþjónustu.
Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10. desember 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 21. janúar 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.