- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Hlíðarendakot – Aðalskipulagsbreyting
Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að á jörðinni Hlíðarendakot í Fljótshlíð er landbúnaðarlandi (L) breytt í íbúðabyggð (ÍB) og svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ). Svæðið sem um ræðir er ca 30 ha að stærð.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Hlíðarendakot – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær til rúmlega 30 svæðis af jörðinni Hlíðarendakot í Fljótshlíð. Lóðir núverandi íbúðarhúsa, reitir Í1 og Í3, eru skilgreindar til endurgerðar ásamt viðbyggingum og nýrri lóð fyrir gestahús og sameiginlegt baðsvæði, n.t.t. Í2. Einnig er gert ráð fyrir fimm lóðum og byggingarreitum, Í4-Í8, fyrir íbúðarhús sem tengjast munu núverandi aðkomuvegi. Á reit G1 er heimild fyrir 4 gistihúsum, allt að 100 m2 að stærð og á reit G2 er heimild fyrir 6-8 gistihúsum sem geta verið allt að 80 m2 að stærð.
Ásólfsskáli – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær yfir lóðirnar Ásólfsskáli 2, 3 og 4. Á lóðinni Ásólfsskáli 4 verða skilgreindir 3 nýir byggingarreitir. á B1 og B2 verður heimilt að byggja 2 íbúðarhús með bílskúr og á B3 verður heimild að byggja áhaldahús.
Lómatjörn – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær yfir lóðina Lómatjörn L232713 sem er 8200 m2 að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, sambyggðri eða stakstæðri, og gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 164 m2.
Ofangreindar deiliskipulagstillögur ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23. febrúar nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 6. apríl nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi