- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Skíðbakki 2– Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær til um 1,85 ha landspildu úr landi Skíðbakka 2 L163894. Gert er ráð fyrir 3 lóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja íbúðarhús allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og bílskúr/skemmu allt að 200 m2.
Ofangreinda deiliskipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15. mars nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 26. apríl nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar sameiginlega skipulagslýsingar að annars vegar gerð deiliskipulags og hins vegar breytingar á aðalskipulagi Rangárþingis eystra.
Brúnir 1 – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1. Heildarbyggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.
Dílaflöt – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha af landbúnaðalandi (L) í verslun- og þjónustu (VÞ). Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna.
Eystra-Seljaland F7 – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 25 ha úr landbúnaðarlandi (L) í verslun- og þjónustu (VÞ). Gert er ráð fyrir hótel- og veitingaþjónustu ásamt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk.
Stóra-Mörk 1, 3 og 3B – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 23 ha svæði úr landi Stóru-Merkur 1 úr landbúnaðarlandi (L) í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF), á ca 27 ha svæði úr landi Stóru-Merkur 3 úr landbúnaðarlandi L) í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og á ca 3,4 ha svæði úr landi Stóru-Merkur 3B úr landbúnaðarlandi (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Syðsta-Mörk – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 52,7 ha af landbúnaðalandi (L) í íbúðabyggð (ÍB). Gert verður ráð fyrir 18 lóðum fyrir íbúðarhús.
Ofangreindar skipulagslýsingar verða kynntar fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 20. mars nk. frá kl. 10:00 – 12:00. Einnig verða tillögurnar aðgengilegar á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsingarnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. mars nk.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi