Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. 

Eystra-Seljaland – Nýtt deiliskipulag

Greinargerð

Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 150 herbergja hóteli og starfsmannahúsnæði á sitt hvorum byggingarreitum. Heimilt verður að byggja 6.000 m2 hótel á einni til tveimur hæðum og hámarkshæð byggingar er allt að 11 m. frá gólfkóta. Á öðrum byggingarreitnum verður hámarksbyggingarmagn 900 m2 á einni hæð.

 

Stóri-Hóll – Nýtt deiliskipulag

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á 10,3 ha. svæði úr landi Skíðbakka 1, L163892. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi, 50 m2 gestahús og 200 m2 skemmu. Hámarks mænishæð er 8,0 m. á íbúðarhúsi og skemmu en 5,0 m. á gestahúsi.

 

Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30.ágúst 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til 12.oktober 2023. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. 

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing deiliskipulagstillögu í Rangárþingi eystra. 

 

Rauðuskriður – Aðalskipulagsbreyting

Gert er ráð fyrir að frístundarbyggð F21 minnki um 1. ha og verður því 2 ha. Allt að 11 ha. verða skilgreindir sem verslunar- og þjónustusvæði fyrir allt að 25 gestahús og landbúnaðarland minnkar sem um því nemur. 

 

Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30.ágúst 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til 20.september 2023. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs