- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Bólstaður – Nýtt deiliskipulag - Greinargerð
Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 3,1 ha. að stærð. Heimilt verður að byggja 100 m2 fjallaskála með gistileyfi fyrir 20 manns ásamt skálavarðarhúsi.
Mosar – Nýtt deiliskipulag - Greinargerð
Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Stofnaðar verða tvær lóðir, annarsvegar verður heimilt að byggja 100 m2 fjallaskála ásamt 25 m2 geymslu og hins vegar verður heimilt að halda við eða byggja nýtt hestahús, 80 m2 að stærð.
Þórólfsfell – Nýtt deiliskipulag - Greinargerð
Með deiliskipulaginu er verið að staðfesta landnotkun svæðisins. Skipulagssvæðið er 2 ha. að stærð. Heimilt verður að byggja 120 m2 fjallaskála með gistileyfi fyrir 20 manns, 80 m2 gestahúsi og allt að 40 m2 geymslu.
Tjaldhólar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulags breytingin gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit sem heilar 250 m2 íbúðarhús með eða án bílskúrs. Mænishæð getur verið allt að 7,0 m. Miðað við gólfkóta. Afmörkun fyrri byggingarreits er minnkaður lítillega.
Bergþórugerði – Deiliskipulagsbreyting
Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarks mænishæð er 7,5 m.
Brúnir 1 – Deiliskipulagsbreyting
Með deiliskipulagsbreytingunni er verið að stækka byggingarreit og hámarks byggingarmagn fer úr 650 m2 í 700 m2. Markmið með breytingunni er að fjölga bílastæðum og hleðslustöðvum.
Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20.september 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til 1.nóvember 2023. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing deiliskipulagstillögu í Rangárþingi eystra.
Eystra-Seljaland – Aðalskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðinni Eystra-Seljaland, L163760 þar sem lagt er til að 26 ha. verði breytt úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Rauðafell 2 – Aðalskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðinni Rauðafell 2 L163707, alls verða 36,1 ha. breytt úr landbúnaðarlandi (L) í verslun- og þjónustu (VÞ) en á þremur svæðum. 3,8 ha. verða fyrir ferðaþjónustu, veitingarekstur og gistingu, 23,7 ha. verða fyrir ferðaþjónustu, gistingu og heilsulind en 8,6 ha. verða fyrir gistihús í ferðaþjónustu.
Ofangreindar skipulagslýsingar verða kynntar fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 4.október n.k. kl. 10:00 til 12:00.
Einnig verða tillögurnar aðgengilegar á heimasíðu Rangárþings eystra og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsingarnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 20.oktober 2023.
F.h. Rangárþings eystra
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs