- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga vegna deiliskipulags í Rangárþingi eystra.
Eystra-Seljaland F7 – Nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 150 herbergja hóteli og starfsmannahúsnæði á sitt hvorum byggingarreitum. Heimilt verður að byggja 6.000 m² hótel á einni til tveimur hæðum og hámarkshæð byggingar er allt að 11 m. frá gólfkóta. Á öðrum byggingarreitum verður hámarksbyggingarmagn 900 m² á einni hæð.
Ofangreinda deiliskipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 24.janúar 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemd til og með 6.mars 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er aðalskipulagstillaga auglýst í Rangárþingi eystra
Jarðstrengur milli Rimakots og Vestmannaeyja – Aðalskipulagsbreyting
Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að heimila að leggja tvo jarðstrengi að Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjalínu 4 og Vestmannaeyjalínu 5. Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við flutningskerfi raforku á Suðurlandi.
Hægt að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 24.janúar 2024 með athugasemdarfrest til og með 6. mars 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs.