Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi breyting á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Hlíðarvegur 17, Sýslumannstún – breyting á deiliskipulagi

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni við núverandi íbúðarhús ásamt aukahúsi á byggingarreit E2. Mænishæð verður óbreytt en heimilt verður að gera kjallara. Skipulagsmörk breytast við gatnamót Nýbýlavegs og Hlíðarvegs.

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

Miðeyjarhólmur – breyting á aðalskipulagi

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að taka um 150 ha landbúnaðarlandi (L1 og L2) í skógræktarsvæði (SL).

Breyttir skilmálar í dreifbýli – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á skilmálum aðalskipulags Rangárþings eystra um áfangaskiptingu framkvæmda.

 

Hægt að nálgast skipulagstillögurnar á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 13. desember 2024 með athugasemdarfrest til og með 29. janúar 2024. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa þriðjudaginn 7. janúar 2025 frá kl. 8:30 til 10:00. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra