- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Þórólfsfell – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til 10 ha svæðis að Felli, L188953. Heimilt verður að viðhalda núverandi skála eða endurbyggja, hámarksstærð verður allt að 120 m², 45 m² skálavarðarhúsi með geymslu auk þess að heimilt verður að byggja umhverfis rafstöð. Mænishæð verður allt að 6 m. miðað við gólfkóta.
Bólstaður – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til 3,5 ha svæðis við Bólstað sem tilheyrir þjóðlendunni að Fljótshlíðarafrétt, L233962. Heimilt verður að viðhalda núverandi skála eða endurbyggja, hámarksstærð verður allt að 120 m², 45 m² skálavarðarhúsi með geymslu auk þess að heimilt verður að byggja umhverfis rafstöð. Mænishæð og þakform er frjálst.
Deiliskipulagstillagan tekur til 3 ha svæðis við Emstrur, Mosa sem tilheyrir þjóðlendunni að Emstrur, L233955. Heimilt verður að viðhalda núverandi skála eða endurbyggja, hámarksstærð verður allt að 100 m², 45 m² skálavarðarhúsi með geymslu auk þess að heimilt verður að byggja allt að 30 m² við núverandi hesthús. Gæta skal samræmis í útliti allra bygginga á staðnum. Mannvirki skulu felld að landi eftir því sem hægt er.
Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2025. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 27. Febrúar 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.