- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Kirkjuhvolsreitur – Breyting á deiliskipulagi
Deiliskipulagstillagan tekur til allt að 2.300 m2 stækkunar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Gert er ráð fyrir stækkun á Heilsugæslustöðinni um allt að 500 m2 og allt að 23 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Íbúðirnar verða í raðhúsum og parhúsum á einni hæð og er gert ráð fyrir að hluti þeirra verði með bílskúr.
Kirkjulækjarkot – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til tveggja íbúðarlóða. Á hvorri lóð er gert ráð fyrir íbúðarhúsi og bílskúr, allt að 250 m2 að stærð.