- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Ofanbyggðavegur á Hvolsvelli – Aðalskipulagsbreyting
Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Meginmarkmið breytingarinnar er að skilgreina nýjan veg, hringtorg og undirgöng. Nýr ofanbyggðavegur mun tengja betur byggðina á Hvolsvelli við íþróttasvæðið ásamt því að hægja og létta á umferð um þjóðveg 1 í gegnum þéttbýlið og auka þannig umferðaröryggi.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Ofanbyggðavegur á Hvolsvelli – Deiliskipulagstillaga og skýringaruppdráttur
Um er að ræða nýtt deiliskipulag af svokölluðum Ofanbyggðarvegi. Vegurinn mun liggja frá hringtorgi við Þjóðveg nr. 1, sem staðsett verður vestan við Hvolsvöll. Frá hringtorginu mun vegurinn liggja norður fyrir byggðina á Hvolsvelli og tengjast Nýbýlavegi.
Ofangreinda deiliskipulagstillögu ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12. maí nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 23. júní nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi