- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Hörðuskáli – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða ca 0,25 ha spildu úr landi Hörðuskála L163671. Gert er ráð fyrir einnar hæðar frístundarhúsi allt að 100 m2 að stærð. Hámarkshæð frá gólfkóta er 4,2 m.
Hallgerðartún – Deiliskipulagsbreyting
Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Hallgerðartún á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að tveimur parhúsalóðum verður breytt í fjögurra íbúða raðhúsalóð og einni fjögurra íbúða raðhúsalóð verður breytt í 10 íbúða fjölbýlishúsalóð.
Eystra-Seljaland – Deiliskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu er varðar lóðirnar F2 og F3. Á lóð F2 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Á lóð F3 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Hámarks mænishæð er 6,0 m m.v. hæð jarðvegs í umhverfis húsin.
Ytra-Seljaland – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða frístundabyggð þar sem gert er ráð fyrir 35 lóðum sem hver um sig er 0,5 ha að stærð. Á hverri lóð verður heimilt að byggja 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð frá gólfkóta er 6,0 m.
Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13. júlí nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 24. ágúst nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi