AUGLÝSING UM ÚTBOÐ

Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í framkvæmdina:

NÝR LEIKSKÓLI Á HVOLSVELLI, VALLARBRAUT - HÚSBYGGING

 

Lýsing á verkinu:

Verkið felst í byggingu og fullnaðarfrágangi nýs leikskóla á Hvolsvelli. Þegar verktaki kemur að verki verður búið að jarðvegsskipta undir húsi og girða vinnusvæðið. Byggingin er á staðsteyptum sökklum. Staðsteyptur kjallari er að hluta til undir húsinu. Útveggir eru úr forsteyptum samlokueiningum og innveggir úr forsteyptum veggeiningum. Hluti útveggja er klæddur með lóðréttri viðarklæðningu úr rauðum sedrusviði. Þak verður staðsteypt plata, einangrað að ofan, vínildúkur og malarlag. Vindföng á suðurhliðum og útigeymsla á lóð eru úr timbri.

Frárennslis, regn- og drenlagnir eru PVC pípur ásamt tilheyrandi brunnum. Neysluvatnslagnir eru rör í rör með tilheyrandi deilikistum. Húsið er hitað með gólfhita. Stofnlagnir að deilikistum neysluvatns- og gólfhita eru rör í rör lagnir.

Helstu magntölur eru áætlaðar:

  • Birt flatarmál 1.650 m²
  • Heildar rúmmál 5.590 m3
  • Steypumót 2.300 m²
  • Steinsteypa 600 m3
  • Bendistál 40.000 kg
  • Forsteyptar útveggjaeiningar 1.000 m²
  • Forsteyptir innveggir 1.400 m²
  • Utanhúss klæðning 365 m²
  • Þakfrágangur 1.650 m²
  • Gólfdúkur 1.375 m²
  • Frárennsli/Neysluvatn/Gólfhiti 900 m/ 2.000 m / 7.900m
  • Loftræstikerfi 19.200 m3/klst

 

Upphaf framkvæmda: Framkvæmd hefst þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið tilboði bjóðanda.

Lok framkvæmda: Verkinu skal skila eins og því er lýst í útboðsgögnum, en loka skiladagur verksins er 28. febrúar 2023.

 

Útboðsgögn verða afhend í útboðskerfinu Ajour þar sem bjóðendur geta sótt gögn frá og með miðvikudeginum 22. september 2021 kl. 14:00. Bjóðendur skrá sig inn á vef og hlaða niður gögnum:

https://mannvit.ajoursystem.is

 

Notkunarleiðbeiningar um kerfið má sjá hér:

https://help.ajoursystem.com/astopic/tender/

 

Fyrirmælum varðandi skil gagna er nánar lýst í útboðsgögnum.

Bjóðendum verður tilkynnt eftir lok tilboðsfrests um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæð.