- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Íþrótta- og afrekssjóður Rangárþings eystra
Markmið íþrótta- og afrekssjóðsins er að veita íþrótta og/eða afreksmönnum sem keppa fyrir hönd íþróttafélags í Rangárþingi eystra viðurkenningu og fjárstuðning til að auðvelda þeim æfingar og þátttöku í mikilvægum keppnum. Úthlutað er tvisvar á ári og sér Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd um úthlutun styrkja. Nú er komið að seinni úthlutun og hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Rangárþings eystra.
Umsóknarfrestur er til 11. desember nk.
Fyrir hönd Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar
Ólafur Örn Oddsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra.
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli