Stjórn minningarsjóðs Ólafs Túbals og Láru Eyjólfsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega listamenn, sem búsettir eru í Rangárvallasýslu, til náms í myndlist, tónlist og leiklist.

Umsóknir þurfa að uppfylla ofangreind skilyrði og í þeim þarf að greina stuttlega frá æviferli og því námi sem sótt er um styrk til.

Að jafnaði eru ekki veittir styrkir til barna á grunnskólaaldri.

Umsóknir sendist til Óskars Magnússonar, Sámstaðabakka, 861 Rangárþingi eystra eða á netfangið oskar@mo.is.

Umsóknarfrestur er til 30. júní 2021.

Stjórn minningarsjóðsins

Óskar Magnússon, sr. Halldóra Þorvarðardóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason.