- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hjónin Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, á Butru í Fljótshlíð, eru fyrstu aðilarnir til að hefja skógræktarverkefni á vegum Kolefnisbrúarinnar. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins en þar segir Oddný Steina að markmiðið með skógræktinni sé ekki einungis að græða landið og mynda skjól, heldur sjái þau fyrir sér að með tíð og tíma geti sala kolefniseininga orðið ein af tekjustoðum búsins.
Öll vinnan við gróðursetningu og efniskostnaðurinn er í höndum þeirra hjóna en Kolefnisbrúin sér um ráðgjöf við atriðið eins og skjalavinnslu, samningsgerð og skrásetningu.
Rangárþing eystra óskar þeim Oddnýju Steinu og Ágústi velfarnaðar í þessu nýja verkefni.