Föstudaginn 22. október sl. var haldið Barnaþing í Hvolsskóla og á laugardeginum var haldið Ungmennaþing. Þingin voru samstarfsverkefni Ungmennaráðs og verkefnisins Barnvænt samfélag.

Barnaþingið fór þannig fram að bekkjunum var skipt í tvennt, fyrst voru það 1.-3. bekkur sem létu ljós sitt skína og svo hittust 4.-6. bekkur. Á Ungmennaþingið voru mætt ungmenni sem fædd eru á árinu 2009 og fyrr. Hverjum hóp var svo skipt í minni hópa þar sem að umræður fóru fram.

Aðalumræðuefni þessara þinga voru fjögur að þessu sinni

  1. Félagslíf og menning
  2. Forvarnir
  3. Skipulag og umhverji
  4. Skólamál

Þingin voru vettvangur fyrir börn og unglinga að láta raddir sínar heyrast og láta skoðanir sínar í ljós.

Óhætt er að segja að afar fróðlegar og málefnalegar umræður hafi átt sér stað.

Nú þegar hefur verið hafist handa við að flokka og vinna úr athugasemdunum sem fram komu.

En þessar niðurstöður verða meðal annars notaðar í aðgerðaráætlun um Barnvænt samfélag.

 

Vonir standa til að halda slík þing aftur að ári því þau þóttu afar vel heppnuð.

Skipuleggjendur vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem að þinginu komu með einum eða öðrum hætti.

Myndir frá Barnaþingi má finna hér

Myndir frá Ungmennaþingi má finna hér