- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Barna- og ungmennaþing Rangárþings eystra fór fram laugardaginn 25. nóvember í Hvolsskóla. Það var Ungmennaráð Rangárþings eystra sem stóð að þinginu en þetta er í þriðja sinn sem Barna- og ungmennaþing er haldið. Nemendaráð Hvolsskóla hjálpaði einnig til við þinghaldið. Þingið er sprottið upp úr verkefninu Barnvænt samfélag sem unnið er að innleiðingu að í sveitarfélaginu.
Að þessu sinni var þinginu skipt þannig upp að nemendur í 1. - 6. bekk mættu fyrir hádegi og nemendur í 7. - 10. bekk eftir hádegi. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og er öllum þeim sem komu og tóku þátt þakkað kærlega fyrir. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa og í hverjum hóp var lagt upp með spurningar um vissan málaflokk sem mikilvægt er að fá álit barna- og ungmenna á. Málaflokkarnir voru Skólamál, Umhverfi og skipulag og Menning, forvarnir og fræðsla. Nú er verið að vinna úr niðurstöðum þingsins og verða þær kynntar í nefndum sveitarfélagsins og í sveitarstjórn fljótlega.